flugfréttir

Bjóða farþegum að fljúga ótakmarkað fyrir fast verð

- Átta kínversk flugfélög bjóða farþegum upp á „All You Can Fly“ passa

30. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:29

Að minnsta kosti átta kínversk flugfélög bjóða nú farþegum upp á að „fljúga eins og þeir geta í sig látið“

Nokkur kínversk flugfélög eru farin að fara ýmsar leiðir til þess að laða að fleiri flugfarþega og hafa að minnsta kosti átta flugfélög í Kína auglýst sérstakt tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að fljúga ótakmark með því að kaupa sérstakan passa.

Flugfélagið China Southern Airlines býður meðal annars upp á svokallað „all you can fly“ tilboð þar sem farþegar geta flogið ótakmarkað fyrir tæpar 70.000 krónur fyrir ákveðið tímabil.

Sérfræðingar í flugmálum í Kína segja að fyrir sum flugfélög séu slík tilboð að virka og koma í veg fyrir að flugfélög séu að fljúga með tóm sæti í innanlandsflugi.

„Á meðan svona tilboð eru að virka fyrir innanlandsflugið þá eigum við ekki von á að sjá svona í millilandaflugi til og frá Kína“, segir Luya You, samgöngusérfræðingur hjá fyrirtækinu BOCOM International.

China Southern Airlines kallar sitt tilboð „Fly Happily“ og er farþegum boðið upp á að fljúga eins margar flugferðir innan Kína og það vill frá 26. ágúst til 6. janúar árið 2021 fyrir 529 Bandaríkjadali sem jafngildir 71.600 krónum.

Flugiðanðurinn hefur fylgst glögt með flugfélögunum í Kína sem byrjuðu að fljúga einum mánuði á undan flugfélögum í öðrum löndum eftir kórónaveirufaraldurinn en til að mynda var farþegaflug í Kína búið að ná sér töluvert á strik fyrr í sumar og voru mörg flugfélög að fljúga með 80% af þeim farþegafjölda sem flaug á sama tíma í fyrra.

China Eastern Airlines kallar sitt tilboð „Fly as you wish“ sem felur í sér ótakmarkaðar flugferðir fyrir 64.000 krónur en það tilboð gildir þó eingöngu um helgar.

Fram kemur að China Eastern Airlines hafi nú þegar selt yfir 100.000 flugpassa sem hefur orðið til þess að sætanýting félagsins er komin upp í 75 prósent um helgar.  fréttir af handahófi

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

EASA varar flugfélög við því að fljúga yfir Íran

17. júlí 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið út tilmæli þar varað er við því að fljúga í íranskri lofthelgi þar sem flug yfir landið gæti mögulega sett í gang loftskeytakerfi íranska hersins.

Textron kynnir King Air 360

5. ágúst 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Textron Aviation hefur kynnt til sögunnar nýja útgáfu af hinni vinsælu tveggja hreyfla Beechcraft King Air skrúfuþotu sem nefnist King Air 360.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00