flugfréttir

Í samstarf um rafhleðslustöðvar fyrir flugvélar

- Green Motion og Pipistrel stefna á að setja upp öflugt net af rafhleðslustöðvum

30. júlí 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:58

Pipistrel Aircraft hefur verið frumkvöðull í framleiðslu á rafmangsflugvélum á meðan Green Motion hefur 11 ára reynslu á framleiðslu á rafhleðslustöðvum fyrir rafmangsbíla

Svissneska fyrirtækið Green Motion, sem sérhæfir í framleiðslu á rafhleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki, hefur hafið samstarf við flugvélaframleiðandann Pipistrel Aircraft um að setja upp net af rafhleðslustöðvum á flugvöllum.

Green Motion var einn af frumkvöðlum í uppsetningu á rafhleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla þegar þeir komu fyrst á markaðinn fyrir nokkrum árum síðan en sl. tvö ár hefur fyrirtækið unnið að undirbúningi á því að setja upp víðtækt net af slíkum hleðslustöðvum fyrir rafmagnsflugvélar.

Markmið samstarfsins á milli Green Motion og Pipistrel Aircraft er að samhæfa rafhleðslumöguleika fyrir rafmagnsflugvélar en fram kemur að í dag er engin einn staðall í gangi í slíkum lausnum og er stefnan að þróa einn staðal sem notast verður við um allan heim.

Rafhleðslustöð frá Green Motion fyrir flugvélar

Þá ætla fyrirtækin að notast við nýjustu lausnir í rafhleðslu og verður hægt að setja upp stöðvar sem notast við ýmsa orkugjafa á borð við sólarorku fyrir þá flugvelli sem hafa sólarsellur á staðnum til að knýja rafhleðslustöðvarnar

Pipistrel Aircraft er leiðandi fyrirtæki í rafmagnsflugvélum og var fyrirtækið það fyrsta til að koma með rafknúna flugvél á markaðinn sem fékk flughæfnisvottun á undan öðrum framleiðendum.

Green Motion hefur nú þegar sett upp rafhleðslustöðvar á tveimur flugvöllum í Sviss sem nefnast Flight XT en Pipistrel Aircraft hefur hingað til þróað sína eigin tegund af rafhleðslulausnum og segir í tilkynningu fyrirtækjanna að með samstarfinu verða lausnirnar enn öflugri og bylting fyrir rafmagnsflugvélar og eigendur þeirra.  fréttir af handahófi

Eldur kom upp í verksmiðjum Bombardier í Belfast

25. maí 2020

|

Mikill eldur kom upp í verksmiðjum flugvélaframleiðandans Bombardier í Norður-Írlandi í gær en í verksmiðjunum eru meðal annars íhlutir framleiddir fyrir Airbus A220 þotuna á borð við vængi vélanna.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00