flugfréttir

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

- Flugtökum og lendingum hefur fjölgað um 300 á dag sl. þrjú ár

11. ágúst 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Einkaflugvélar á Rocky Mountain flugvellinum í Denver í Colorado í Bandaríkjunum

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á skömmum tíma.

Aðallega er um að ræða nokkra íbúa í Westminster-hverfinu sem kvarta undan hávaða og segir Brad Fountain, íbúi í hverfinu, að hávaði frá þotum virki eins og vekjaraklukka sem fari í gang strax klukkan 6:30 á morgnana.

Fountain telur að einhver breyting hafi átt sér stað í sumar þar sem mun meiri flugumferð fari yfir húsið hans og þá sérstaklega er kemur að kennsluflugi.

„Kennsluflugvélar eru farnar að fljúga aðrar leiðir en þær gerðu. Þetta er farið að hafa áhrif á líf okkar sem er eins og að lifa í helvíti. Í síðustu viku á einni og hálfri klukkustund þá taldi ég 40 flugvélar“, segir Fountain.

Annar íbúi, sem býr í sömu götu, sem vil ekki koma fram undir nafni, tekur í sama streng og segir að mun fleiri kennsluflugvélar séu farnar að fljúga yfir húsið hans.

Brad Fountain í garðinum heima hjá sér og horfir til himins á flugvél sem fer yfir húsið hans

„Venjuleg flugumferð á flugvelinum er ekkert vandamál. Akkurat ekkert má. En ég veit ekki hversu öruggt það er að þær séu að fljúga yfir hverfið“, segir íbúinn.

Paul Anslow, yfirmaður Rocky Mountain flugvallarins, segir að það sé búið að vera mikil umferð á flugvellinum í sumar. - „Það er mikill skortur á flugmönnum meðal flugfélaganna þannig að flugskólarnir á flugvellinum eru önnum kafnir að þjálfa nýja flugmenn þannig að já, það fylgir því aukin umferð og aukinn hávaði“, segir Anslow.

Cessna-flugvél yfir Westminster-hverfinu í Denver

Anslow segir að það séu fjórir flugskólar með höfuðstöðvar á Rocky Mountain flugvellinum og séu íbúar Westminster ekki þeir einu sem hafa kvartað undan hávaða.

Fram kemur að reglulega hafi verið haldnir fundir með umboðsmönnum frá nokkrum nærliggjandi hverfum til þess að finna lausnir á vandamálinu þar sem allir setjast við fundarborðið en breyting á aðflugsleiðum er í höndum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA).

Brad Fountain sagðist hafa talið yfir 40 flugvélar fljúga yfir húsið hans á einni og hálfri klukkustund

„FAA hefur ekki breytt neinum flugleiðum eða hliðrað flugumferð yfir aðrar borgir eða bæi frá því flugvöllurinn opnaði á sjöunda áraugnum. Á meðan svo er þá getum við aðeins komið með tilmæli til flugmanna til að breyta því hvernig þeir fljúga upp á hávaðamildun að gera“, segir Anslow.

FAA segir að þeir hafi inni á borði hjá sér sjö formlegar kvartanir frá íbúum og þá staðfestir stofnunin að flugumferð um Rocky Mountain flugvöllinn hafi aukist á sl. þremur árum vegna flugkennslu sem rekja má til skorts á flugmönnum.

Að meðaltali hafa um 450 flugtök og lendingar átt sér stað á dag á venjulegum degi en í dag er fjöldinn komin upp í 725 flugtök og lendingar en hreyfingum fækkaði þó eitthvað í mars og í apríl í vor vegna kórónaveirufaraldursins en hefur tekið við sér að nýju í sumar.

Paul Anslow, yfirmaður Rocky Mountain flugvallarins, segir að vegna skorts á flugmönnum hafi verið mikil ásókn í flugnám og hefur kennsluflug aukist til muna meðal þeirra fjögurra flugskóla sem starfa á flugvellinum







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga