flugfréttir

Ótímabært að flugfélögin greiði fyrir þriðju flugbrautina

8. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:50

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Sögusagnir eru uppi um að stjórn Heathrow-flugvallarins sé að undirbúa sig fyrir það að láta þau flugfélög, sem fljúga á Heathrow, borga brúsann vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun flugvallarins með tilkomu þriðju flugbrautarinnar.

Fram kemur að yfirmenn flugvallarins hafi merkt upphæð sem samsvarar 500 milljónum sterlingspunda sem jafngildir rúmum 90 milljörðum króna sem á að deilast niður á flugfélögin sem fljúga til London Heathrow.

Sérfræðingar í flugmálum segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að skella kostnaðinum á flugfélögin þar sem þau eiga í nógu miklu basli við að halda sér gangandi vegna COVID-19 heimsfaraldursins og muni þau þurfa nokkur ár til þess að rétta úr kútnum og því óviðeigandi að þau séu látin bera kostnaðinn af þriðju flugbrautinni.

„Samt sem áður þá fer Heathrow Airport Limited fram á að flugfélögin greiði milljónir punda til þess að hægt sé að eltast við einhvern draum sem verður ekki að veruleika“, segir Ravia Govindia, bæjarfulltrúi í Wandsworth-hverfinu í Lundúnum.

Govindia segir að Heathrow-flugvöllurinn sé að reyna að færa taprekstur sinn yfir til flugfélaganna og þar af leiðandi yfir á farþega.

Heathrow fékk árið 2018 formlegt leyfi fyrir framkvæmdum á þriðju flugbrautinni en í febrúar á þessu ári dæmdi áfrýjunardómstóll í Bretlandi áætlanir varðandi þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum ólöglegar á þeim forsendum að ekki hafi verið teknar með í reikninginn þær skuldbindingar sem breska ríkisstjórnin hefur gert er kemur að loftslagsmálum.  fréttir af handahófi

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00