flugfréttir

Vatnsleki vegna rigningar drap á hreyfli á Airbus A220

- Kanadísk flugmálayfirvöld senda frá sér fyrirmæli

9. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Airbus A220 þota frá Air Canada

Kanadísk flugmálayfirvöld hafa gefið út fyrirskipun þar sem öll þau flugfélög í Kanada, sem hafa Airbus A220 þotuna í sínum flota, er gert að framkvæma skoðun og bregðast við með lagfæringum í kjölfar atviks þar sem hreyfill slökkti á sér sem rakið var til þess að regnvatn komst í snertingu við viðkvæman rafeindabúnað.

Ekki kemur fram hvaða flugfélag átti í hlut en fram kemur að flugvélin hafi verið á stæði í rigningu með opnar dyr og hafði lítil renna fyllst af vatni sem lak niður í rými undir farþegarrýminu.

Í því rými er að finna tölvubúnað og rafeindatæki og olli vatnslekinn því að öryggi sló út sem varð til þess að annar hreyfillinn slökkti á sér.

Flestar farþegaþotur hafa rafkerfisrými sem oftast er staðsett undir farþegarýminu sem á ensku nefnist E/E („electronics and engineering bay“) og segir í fyrirmælum frá kanadískum flugmálayfirvöldum að vatn sem kemst inn í þetta rými geti slegið út ýmsum búnaði sem veldur því að fluggögn í tölvum sem tengjast kerfum í stjórnklefa getur slegið út og skapað hættu og einnig aukið vinnuálag fyrir flugmenn vélarinnar.

Í fyrirmælunum kemur fram hvaða lausn er mælt með að sé notuð og er ráðlagt að koma fyrir litlum plötum sem hindra að vatn fari úr rennunni og leki niður við útganginn við fremri eldhúsaðstöðuna og þaðan ofan í rafkerfisrýmið.

Kanadísk flugfélög, sem hafa Airbus A220 þoturnar í flota sínum, hafa 12 mánuði frá og með 18. september næstkomandi til að bregðast við með viðeigandi hætti en annars gætu þau átt þá hættu að fá ekki að fljúga Airbus A220 þotunum meira í kanadískri lofthelgi.  fréttir af handahófi

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Semja við Piper Aircraft um kaup á 100 kennsluflugvélum

20. júlí 2020

|

Bandaríski flugskólinn ATP Flight School hefur gert samkomulag við Piper Aircraft flugvélaframleiðandann um kaup á 100 flugvélum af gerðinni Piper Archer TX og hefur flugskólinn einnig fengið sex fyr

United flýgur 1.000 ferðir með frakt á mánuði

20. ágúst 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið hefði frá því í mars í vor flogið yfir 5.000 flugferðir eingöngu með frakt og er félagið því að fljúga um 1.000 flugferðir með frakt

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00