flugfréttir

Tilraunir með repjuolíu á vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli

- Isavia og Samgöngustofa undirrita samstarfssamning

9. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:21

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu

Isavia og Samgöngustofa undirrituðu í dag samstarfssamning vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu sem notuð verður á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli.

Það voru þeir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, sem undirrituðu viljayfirlýsingu vegna samstarfsins en Samgöngustofa hefur um nokkurt skeið unnið að rannsóknum á notkun repjuolíu sem íblöndun í eldsneyti.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, var viðstaddur undirritun viljayfirlýsingarinnar. Hann sagði tilraunir með ræktun repju með það að markmiði að framleiða lífeldsneyti hafa staðið lengi hérlendis. Fyrst á vegum Siglingastofnunar Íslands og nú hjá Samgöngustofu með aðkomu háskólanna og margra bænda.  

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu segir spennandi að þróa verkefnið áfram í samstarfi við Isavia Ræktun orkujurta er raunhæfur valkostur sem kemur ekki endilega í staðinn fyrir önnur orkuskipti. Repjuolían getur hentað mjög vel til íblöndunar á stórvirkar vinnuvélar og þannig dregið verulega úr losun gróðurhúsa-lofttegunda. Samgöngustofa hefur lagt áherslu á umhverfismál í þróunarverkefnum og fagnar því að fá öflugan aðila til samstarfs.    

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og samfélagsábyrgðar hjá Isavia, segir að eitt af markmiðum Isavia sé að minnka notkun jarðefnaeldsneytis innan fyrirtækisins.

„Það má rekja stærsta hluta notkunarinnar til þeirra stóru tækja sem notuð eru til að þjónusta flugbrautir og athafnasvæði flugvalla og viðhalda þeim. Þetta eru tæki sem eru ekki enn fáanleg rafmagnsknúin. Með þessu erum við því að finna aðra og umhverfisvænni orkugjafa til að knýja þau áfram,“ segir Hrönn. Byrjað verður á einu tæki og útblástur og eyðsla tækisins verða mæld og niðurstöður dregnar saman í skýrslu á vegum Samgöngustofu.  

Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, Jón Bernódusson, fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að félagið hafi sett sér stefnu í samfélagsábyrgð árið 2016 þar sem markið hafi verið sett á að stuðla að jafnvægi milli efnahags, umhverfis og samfélags með sjálfbærni að leiðarljósi.

„Við höfum frá árinu 2018 kolefnisjafnað alla okkar eigin eldsneytisnotkun þannig að við höfum látið verkin tala,“ segir Sveinbjörn. „Viljayfirlýsingin sem hér er undirrituð er mikilvægt skref í átt að minni notkun jarðefnaeldsneytis hjá Isavia.“  

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri var viðstaddur undirritun viljayfirlýsingarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hellti olíu sem Ólafur framleiðir á gröfu frá Isavia og var henni ekið um flugvallarsvæðið.

Ráðherra óskaði aðilum verkefnisins til hamingju með þetta vistvæna skref. „Ræktun repju og nýting afurða hennar hefur marga góða kosti bæði fyrir landbúnað og sem umhverfisvænn orkugjafi. Í dag er stigið mikilvægt skref á þeirri vegferð sem vonandi er rétt að byrja.“

Vinnutæki Isavia, gröfu, ekið út á flugvallarsvæði eftir að repjuolíu var hellt á það.  fréttir af handahófi

Flugprófunum á Boeing 737 MAX á vegum EASA lokið

11. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur lokið við sínum prófunum á Boeing 737 MAX þotunum en þær fóru fram í Vancouver í Kanada í vikunni.

FAA útlistar síðustu skrefin fyrir endurkomu 737 MAX

22. júlí 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) lýstu því yfir í gær að til stendur að gefa út yfirlýsingu fljótlega varðandi næstu skref sem framundan er varðar kyrrsetningu Boeing 737 MAX flugvélanna sem hafa ve

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00