flugfréttir

Áætla 75 flugferðir á dag í stað 200 flugferða

- Finnair sér fram á mjög hæga aukningu í eftirspurn eftir flugi í haust

10. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:06

Finnair hafði áætlað að fljúga um 200 flugferðir á dag í október en félagið hefur nú breytt þeirri áætlun

Finnair hefur ákveðið að draga úr sætaframboði og fækka flugferðum í október og breyta því með fyrirhuguðum áætlunum sínum sem félagið hafði gert fyrr í sumar varðandi leiðarkerfið í haust.

Finnair hafði gert ráð fyrir að geta flogið um 200 flugferðir á dag í október eftir COVID-19 heimsfaraldurinn en félagið sér fram á að batinn í flugheiminum sé enn hægari en búist var við og stefnir félagið því aðeins á 75 flugferðir á dag.

Flugfélagið segir að vegna áframhaldandi áhrifa af faraldrinum og þeirra ferðatakmarkanna sem enn eru í gildi sé eftirspurnin enn frekar dræm og verði félagið því að uppfæra flugáætlun sína í samræmi við það.

„Við viljum viðhalda áfram nauðsynlegum tengingum milli Finnlands og Evrópu og einnig við mikilvæga áfangastaði okkar í Asíu þar sem flugsamgöngur eru nauðsynlegar fyrir finnskt efnahagslíf. En þar sem ferðatakmarkanir hafa haft mikil áhrif á eftirspurn þá er ekki fýsilegur kostur að halda okkur við þá áætlun sem við höfðum gert“, segir Ole Orvér, rekstrarstjóri Finnair.

Finnair mun fljúga til 42 áfangastaða í október en tíðni verður minnkuð á næstum því öllum flugleiðum og þá verður meðal annars frestað að hefja aftur flug til borga á borð við Bergen, Barcelona, Madríd, St. Petersburg og Stuttgart.

Þess má geta að í október í fyrra flaug Finnair 350 daglegar flugferðir til yfir 100 áfangastaða í Evrópu, Asíu og til Norður-Ameríku.  fréttir af handahófi

Áætla 75 flugferðir á dag í stað 200 flugferða

10. september 2020

|

Finnair hefur ákveðið að draga úr sætaframboði og fækka flugferðum í október og breyta því með fyrirhuguðum áætlunum sínum sem félagið hafði gert fyrr í sumar varðandi leiðarkerfið í haust.

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00