flugfréttir

Þörf á 8.000 júmbó-fraktþotum til að dreifa bóluefni til heimsins

- IATA undirbýr sig fyrir stærsta fraktflugsverkefni í sögu flugsins

10. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:03

Um verður að ræða eitt stærsta fraktflugsverkefni í sögu flugsins þegar bóluefni við COVID-19 kemur á markaðinn

Því er spáð að það þurfi allt að 8.000 stórar fraktþotur á borð við júmbó-þotuna Boeing 747 til þess að dreifa bóluefni við COVID-19 um alla heimsbyggðina þegar slíkt bóluefni kemur á markaðinn og þarf hver jarðarbúi aðeins að fá einn skammt af bóluefninu en mannkynið telur í dag 7.8 milljarðar jarðarbúa.

Um er að ræða eitt stærsta fraktverkefni í sögu flugsins er kemur að einni einstakri vöru og hafa Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) nú þegar hafið undirbúning til að tryggja öruggan flutning til allra staða í heiminum þótt að vísindamenn séu ekki tilbúnir með bóluefnið.

IATA er þegar byrjað að ráðfæra sig við flugvelli víðsvegar um heiminn og hafið viðræður við flugfélög varðandi hvernig best sé að undirbúa þetta stóra verkefni og þá er stofnunin einnig í samvinnu við þau lyfjafyrirtæki sem vinna að þróun bóluefnisins svo hægt sé að tryggja örygga fraktflutninga þegar að því kemur.

Að flytja bóluefni við COVID-19 verður mun meira krefjandi en margan skyldi gruna og eru ekki allar farþegaflugvélar sem henta í slíkt verkefni þar sem mjög vandlega þarf að huga að stjórnun á hitastigi í fraktrýminu. Í einhverjum tilfellum þarf til að mynda að viðhalda hitastigi á bilinu 2 til 8°C gráður og önnur bóluefni gætu þurft að vera í frystu fraktrými.

„Að afhenda bóluefnið verður „sendiför 21. aldrarinnar“ fyrir fraktflugsiðnaðinn í heiminum en það mun ekki nást nema með mjög góðum undirbúningi. Tíminn til að undirbúa þetta er akkurat núna“, segir Alexandre de Juniac, framkvæmdarstjóri IATA.

Boeing 747 fraktþota frá Air Atlanta Icelandic

„Þótt að hægt væri að flytja helminginn af bóluefninu landleiðina þá væri samt sem áður um að ræða stærsta fraktflugsverkefni í sögunni“, segir Alexandre.

IATA er meðal annars að skoða hvernig hægt verði að fljúga með bóluefni til einstakra svæða í heiminum þar sem aðstæður eru mjög krefjandi og erfiðar á borð við suðausturhluta Asíu og til Afríku og þá eru sum lönd þar sem erfitt verður að komast yfir landamæri til að ná til nærliggjandi svæða ef viðunandi flugvöllur fyrir stórar flugvélar er staðsettur í öðru landi.

IATA hvetur ríkisstjórnir til þess að byrja að undirbúa móttöku efnisins og sérstaklega í þeim löndum þar sem sem ríkja deilur og er tekið fram að tryggja þarf að frakflug til þeirra svæða séu öruggar gagnvart þjófnaði eða hindrun á flutningum.

Fram kemur að um 180 mismunandi bóluefni við COVID-19 séu í þróun í heiminum og séu þróun þeirra flestra á byrjunarstigi en að minnsta kosti 35 bóluefni eru komin á tilraunastig.  fréttir af handahófi

Aero Commander brotlenti á bílastæði í Flórída

31. ágúst 2020

|

Tveir létust í flugslysi sl. föstudag er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Aero Commander 500S Shrike brotlenti á bílastæði í bænum Pembroke Park í Flórída í Bandaríkjunum.

Flugfreyjur samþykktu nýja kjarasamninginn

28. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar hjá Icelandair hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem gerður var við Flugfreyjufélag Íslands fyrr í þessum mánuði.

Sótthreinsiefni olli skemmdum á mælaborði á tveimur flugvélum

27. ágúst 2020

|

Þótt það sé gott að fylgja reglugerðum um sóttvarnir í einkaflugi á tímum sem þessum og þrífa stjórnklefa á flugvélum að loknu flugi þá geta slík þrif farið úr böndunum séu ekki réttu efnin notuð til

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00