flugfréttir

IATA lýkur við úttekt á öryggismálum hjá PIA

11. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:39

Boeing 777 farþegaþota frá PIA á Heathrow-flugvellinum í London

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lokið við að gera úttekt á öryggismálum og starfsemi pakistanska flugfélagsins Pakistan Internatinal Airlines (PIA).

Úttektin var gerð í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 22. maí er farþegaþota frá félaginu, af gerðinni Airbus A320, fórst nálægt flugvellinum í Karachi með þeim afleiðingum að 97 manns létu lífið.

Í kjölfar slyssins kom í ljós að fjöldi flugmanna hjá félaginu voru ýmist ekki með tilskilin leyfi til þess að fljúga farþegaþotum félagsins, með fölsuð skilríki eða höfðu svindlað á prófum til atvinnuflugs.

Fjögurra manna hópur frá IATA hefur dvalið í Pakistan frá því á mánudag til þess að gera úttekt á flugöryggi í landinu en hjá PIA var gerð úttekt á nokkrum deildum félagsins og þar á meðal hjá deildum sem sjá um öryggismál, flugrekstur, farþegaþjónustu og viðhaldsdeild.

Flugfélagið hafi gert viðeigandi ráðstafanir fyrir heimsókn teymisins frá IATA með því að fjarlægja ólofthæfar flugvélar af flughlaðinu sem var búið að taka úr umferð auk þess sem búið var að hylja brak úr flugvélinni sem brotlenti í vor.

Þrátt fyrir að úttektinni sé lokið þá liggja niðurstöður hennar ekki enn fyrir en flugmálayfirvöld í mörgum ríkjum munu fylgjast með niðurstöðunni þar sem PIA hefur bæði verið bannað í Evrópu og í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Stefna á að fjúga til 124 áfangastaða fyrir lok ársins

4. október 2020

|

Flugfélagið Qatar Airways ætlar sér að fljúga til 124 áfangastaða í leiðarkerfinu sínu fyrir lok þessa árs.

Fleiri flugmenn reknir vegna vafasamra flugskírteina

3. ágúst 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur sagt upp fimm flugmönnum til viðbótar þar sem þeir voru með „vafasöm“ flugmannsskírteni sem ekki voru fullgild samkvæmt reglugerðum.

Íhuga að loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi

15. september 2020

|

Sænska flugvallarfyrirtækið Swedavia hefur lýst því yfir að það vilji láta loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi sökum þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn sem rekja má til kórónaveirufaraldu

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00