flugfréttir

Ryanair lokar starfsstöð sinni í Dusseldorf

13. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:53

Ryanair mun hætta að fljúga um flugvöllinn í Dusseldorf frá og með 24. október næstkomandi

Ryanair hefur ákveðið að loka starfsstöðvum sínum á flugvellinum í Dusseldorf í Þýskalandi þar sem að eigandi flugvallarins neitar að lækka lendingar- og þjónustugjöld félagsins á vellinum.

Öllu áætlunarflugi til og frá Dusseldorf á vegum Ryanair hefur verið aflýst frá og með 24. október næstkomandi en þá endar sumaráætlun félagsins.

Talið er að yfir 200 flugmenn og flugliðar muni missa vinnuna í kjölfar lokunar á starfsstöðinni en starfsfólkið, sem heyrir undir dótturfélagið Laudamotion, hefur starfað sem áhafnir á þeim sjö Airbus A320 þotum sem dótturfélagið hefur starfrækt í Dusseldorf.

„Auknar álögur á flugiðnaðinn af þýskum stjórnvöldum og ríkisstyrkir frá þýska ríkinu til Lufthansa gera það að verkum að það er ómögulegt fyrir Ryanair að halda starfseminni áfram gangandi á flugvellinum í Dusseldorf í vetur“, segir í yfirlýsingu frá félaginu.

Ryanair hefur einnig ákveðið að hætta starfsemi sinni í Stuttgart af sömu ástæðum en meginástæðan er þó einnig vegna hárra þjónustugjalda á flugvellinum líkt og í Dusseldorf.

Í kjölfarið hefur Ryanair tilkynnt að það muni auka tíðni og fjölda flugferða í vetur frá Weeze-flugvellinum sem staðsettur er í um 80 kílómetra fjarlægð norðvestur af Dusseldorf, nálægt landamærum Þýskalands og Hollands, en félagið flýgur nú þegar þaðan til fjölda áfangastaða.  fréttir af handahófi

Recaro fær pöntun í 100.000 flugvélasæti

26. ágúst 2020

|

Þýska fyrirtækið Recaro hefur tilkynnt um að fyrirtækinu hafi borist pantanir að undanförnu í 100.000 sæti sem er einn mesti fjöldi sem Recaro hefur fengið í flugsæti í sögu fyrirtækisins.

Tæplega 2.000 manns verður sagt upp hjá Delta í október

25. ágúst 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur ákveðið að segja upp tæplega 2.000 manns í október.

Top Gun: Maverick frestað fram til sumarsins 2021

27. júlí 2020

|

Enn lengri bið verður eftir því að nýja Top Gun bíómyndin komi í kvikmyndahús en kvikmyndaframleiðandinn Paramount Pictures tilkynnti sl. fimmtudag að frumsýningu myndarinnar hafi verið frestað aftu

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00