flugfréttir

Uppfært þjálfunarefni fyrir 737 MAX verður kynnt í vikunni

- Flugmálayfirvöld í nokkrum löndum fara yfir þjálfunarefni á Gatwick-flugvelli

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Stjórnklefi á Boeing 737 MAX þotu

Í þessari viku mun hefjast yfirferð á endurskoðuðum aðferðum fyrir þjálfun á Boeing 737 MAX þoturnar þar sem flugmálayfirvöld frá nokkrum löndum munu fara yfir breytingar sem Boeing hefur lagt til vegna þjálfun flugmanna á MAX-þoturnar.

Það eru bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) sem munu kynna þjálfunarefnið fyrir sérstakri nefnd sem nefnist Joint Operations Evaluation Board (JOEB) á Gatwick-flugvellinum í London auk þess sem forsvarsmenn frá flugmálayfirvöldum í Kanada, Brasilíu og frá flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) munu verða viðstödd kynninguna sem stendur yfir í 9 daga.

Boeing hefur lýst því yfir að svokallað MCAS-kerfi, sem talið er hafa átt meginorsök tveggja flugslysa, hafi verið lagfært og yfirfarið og að öryggismál er varðar þann búnnað uppfylli í dag ströngustu öryggiskröfur.

Niðurstöður úr þeirri 9 daga yfirferð sem framundan er verða sendar inn til sérstakrar nefndar hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og verða þær birtar í kjölfarið.

Aðilar innan flugsins og þeir sem málið varðar geta komið með athugasemdir og ummæli varðandi niðurstöðurnar sem FAA mun síðan fara yfir áður en lokaákvörðun verður tekin varðandi lofthæfni Boeing 737 MAX vélanna.

Þá verða gefin út fyrirmæli með athugasemdum og minnispunktum fyrir flugrekendur hvað þeir þurfa að gera áður en þeir geta byrjað að setja Boeing 737 MAX þoturnar aftur í umferð.

Í lokin verður gefin út tilmæli þar sem leyfi verður gefið fyrir því að afnema kyrrsetningu flugvélanna og í kjölfarið gefin út flughæfnisvottun sem hægt verður að fá í gildi um leið og búið er að uppfæra og undirbúa hverja Boeing 737 MAX þotu sem hefur verið kyrrsett frá því í mars árið 2019.  fréttir af handahófi

Eldur kviknaði í Boeing 777 fraktþotu í Shanghai

22. júlí 2020

|

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 777F frá Ethiopian Airlines skemmdist í eldsvoða á Pudong-flugvellinum í Shanghai í Kína í morgun.

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Top Gun: Maverick frestað fram til sumarsins 2021

27. júlí 2020

|

Enn lengri bið verður eftir því að nýja Top Gun bíómyndin komi í kvikmyndahús en kvikmyndaframleiðandinn Paramount Pictures tilkynnti sl. fimmtudag að frumsýningu myndarinnar hafi verið frestað aftu

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00