flugfréttir

Iran Air setur 12 antík-þotur á uppboð

- Lægsta boð byrjar í 548.000 krónum á hverja þotu

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:07

Meðal þeirra flugvélar sem Iran Air ætlar að setja á uppboð eru þotur af gerðinni Boeing 747-100, Boeing 747SP, Boeing 727 og Airbus A300

Iran Air hefur ákveðið að freista þess að selja 12 gamlar farþegaþotur á uppboði en meðal flugvéla sem flugfélagið íranska ætlar að setja á uppboð eru nokkrar júmbó-þotur og þar af nokkrar af gerðinni Boeing 747SP auk tveggja þotna af gerðinni Boeing 727.

Nokkurnveginn má segja að hver sem er getur prófað að bjóða í flugvélarnar en uppboðsverð í hverja þotu byrjar á 4.000 dölum sem samsvarar 548.000 krónum.

Hinsvegar er vandamálið að mun dýrara er fyrir hæstbjóðanda að nálgast þoturnar og sækja þær þar sem flestar flugvélarnar eru ekki í flughæfu ástandi, varahlutir í þær dýrir og rándýrt að fá útgefna lofthæfisvottun. Þá er mjög mikil vinna og langt ferli að koma þotunum á nýjan stað og kemur fram að rekstarkostnaður við hverja þotu á þessum aldri sé í kringum 4 milljónir króna á klukkustund.

Þær þotur sem verða boðnar upp eru af eftirfarandi gerð:

- 1 x Boeing 747-100
- 1 x Boeing 747-200
- 3 x Boeing 747SP
- 3 x Airbus A330
- 2 x Airbus A310
- 2 x Boeing 727

Vegna viðskiptahafta á Íran af hálfu vestrænna ríkja hefur Iran Air ekki getað keypt varahluti í þessar flugvélar sem hafa verið að grotna nánast niður á flugvöllum í landinu.

Iran Air hafði lagt inn stóra pöntun til Airbus í nýjar farþegaþotur árið 2016 og stóð þá til að endurnýja flotann en ríkisstjórn Donald Trumps kom í veg fyrir þau kaup með aðgerðum varðandi viðskiptahöftin.

Aðeins 45 eintök voru smíðuð af Boeing 747SP júmbó-þotunum og mátti þær finna í flota Pan Am, Qantas og Trans World Airlines (TWA).

Fram kemur að mörg ljón séu í veginum fyrir hæstbjóðanda þar sem mjög vafasamt er með þær greiðsluleiðir sem eru í boði, ósennilegt að einhver að þessum flugvélum séu í flughæfi ástandi, auk þess sem að ólöglegt er fyrir bandarískan ríkisborgara að kaupa flugvél frá Íran hvort sem tilgangurinn sé að nota þær í varahluti eða gera þær lofthæfar.

Sjaldgæfasta og áhugaverðasta flugvélartegundin af þessum tólf þotum er án ef Boeing 747SP þoturnar en þær voru styttri útgáfa af júmbó-þotunni sem Boeing kom með á markaðinn árið 1976 og var það Pan Am sem fékk fyrsta eintakið af þeirri þotu afhenta.  fréttir af handahófi

Ný rannsókn: Mengun af flugi minni en talið hefur verið

7. september 2020

|

Mengun frá flugiðnaðinum og frá flugvélum hefur ekki eins skaðleg áhrif á umhverfi eins og áður var talið.

Flugfélög byrjuð að greiða aftur leigugjöld af flugvélum

21. ágúst 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore segir að flestir af viðskiptavinum sínum séu byrjaðir aftur að greiða leigu af þeim flugvélum sem þeir hafa til umráða en flestir viðskiptavinirnir eru flugf

Sóttvarnir lengja viðdvöl um 20 mínútur hjá airBaltic

21. júlí 2020

|

Flugfélagið airBaltic segir að sótthreinsun eftir hverja flugferð með Airbus A220 þotunum bæti 20 mínútum við hvern viðsnúningstíma hjá félaginu sem lengir hverja viðdvöl upp í tæpa klukkustund.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00