flugfréttir

Greenpeace reynir að koma í veg fyrir ríkisaðstoð til KLM

- Segja ekki nægilega skýra stefnu til staðar varðandi umhverfismál hjá KLM

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:36

Grænfriðingur mótmæla við kyrrsettar flugvélar KLM

Umhverfissamtökin Greenpeace ætla að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir og stöðva af 540 milljarða króna fjárhagsaðstoð sem hollenska ríkisstjórnin ætlar að veita KLM Royal Dutch Airlines á þeim forsendum að skortur sé á stefnu varðandi kolefnislosun og umhverfismál hjá flugfélaginu.

Þessar fyrirhuguðu aðgerðir Grænfriðinga eru gerðar þrátt fyrir að hollenska ríkið fari fram á skilmála fyrir ríkisaðstoðinni sem einnig varðar kröfu til félagsins um að draga úr þeim áhrifum sem flugrekstur KLM hefur á umhverfið.

Ríkisstjórn Hollands samþykkti í júní ríkisaðstoð í formi ábyrgðar og lánveitingu til KLM svo hægt væri að tryggja rekstur félagsins í gegnum kórónaveirufaraldurinn.

Í málssókn frá Grænfriðingum kemur fram að hollenska ríkið sé ekki að setja nægilega skýra stefnu er kemur að umhverfissjónarmiðum varðandi flugrekstri KLM í þeim forsendum sem liggja að baki fyrir ríkisábyrgðinni.

Greenpeace fer fram á að ríkisstjórninn leggi til hámarkstölu fyrir KLM sem kvóta af því magni af koltvíoxíð sem flugvélar félagsins losi út í andrúmsloftið á hverju ári og þarf sú tala að fara lækkandi með hverju árinu.

Dewi Zloch, loftslags- og orkumálasérfræðingur hjá Greenpeace, segir að þetta virki ekki með einhverjum markmiðum um áætlanir um notkun á öðrum orkugjöfum eða lífrænu eldsneyti þar sem þróun á slíkum orkugjöfum miðar alltof hægt.

Zloch segir að þess í stað verði að fækka flugferðum og mælir hann með að best væri að fækka stórlega áætlunarflugi KLM á stuttum flugleiðum innan Evrópu. - „Það er ekki nauðsynlegt að fljúga nokkrar flugferðir á dag frá Amsterdam til borga á borð við Brussel og París“, segir Zloch.  fréttir af handahófi

Hættu við lendingu vegna bangsa sem var á brautinni

19. ágúst 2020

|

Farþegaþota frá rússneska flugfélaginu S7 Airlines þurfti að hætta við lendingu og fara í fráhvarfsflug í Rússlandi sl. mánudag vegna bjarndýrs sem hafði lagt leið sína á flugvallarsvæðið og var dýr

Boeing 737 MAX 8 nefnd sem Boeing 737-8

21. ágúst 2020

|

Boeing mun að öllum líkindum nota einfaldara nafn fyrir Boeing 737 MAX þoturnar þar sem orðinu „MAX“ verður sleppt úr tegundarheitinu og bandstriki bætt við sem tengir undirtegundina beint við 737.

Framleiðsla á Boeing 787 gæti heyrt sögunni til í Everett

25. ágúst 2020

|

Orðrómur er um að Boeing muni í næsta mánuði taka ákvörðun varðandi að sameina framleiðsluna á Dreamliner-þotunum svo hún verði aðeins smíðuð á einum stað en í dag er Boeing 787 framleidd í Everett

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00