flugfréttir

Eins árs fangelsi fyrir að ljúga til um orsök flugslyss

- Flugmaðurinn fór í mál við loftskrúfuframleiðandann á fölskum forsendum

14. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:27

Slysið átti sér stað nálægt Fairbanks í Alaska þann 24. ágúst árið 2014

Bandarískur flugmaður frá Alaska var í seinustu viku dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa logið að rannsóknaraðilum vegna flugslyss sem átti sér stað árið 2014 auk þess sem hann var fundinn sekur um að hafa hróflað við brakinu á slysstað til þess að villa um fyrir flugslysasérfræðingum.

Flugmaðurinn, Forest Kirst, flaug flugvél af gerðinni Ryan Navion þann 24. ágúst árið 2014 og voru með honum þrír farþegar um borð en flugvélin brotlenti í fjallshlíð nálægt bænum Coldfoot í Alaska með þeim afleiðinum að allir farþegarnir þrír slösuðust alvarlega en einn lést af sárum sínum 35 dögum síðar.

Fram kemur að Kirst hafi upphaflega greint frá því við flugslysasérfræðinga á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) að flugvélin hefði lent í miklu niðurstreymi er hann flaug nálægt fjallgarði en tveimur vikum síðar breytti hann framburði sínum og sagði að farþegi, sem sat frammí, hefði misst meðvitund eftir að hafa tekið töflur við flugveiki og fallið fram fyrir sig á stýrið með þeim afleiðingum að flugmaðurinn missti stjórn á flugvélinni.

Í lokaskýrslu vegna flugslyssins kemur hinsvegar fram að vindhraði á slysstað hafi mælst um 4 hnútar og ekki voru nein ummerki um að niðurstreymi hafi verið í loftinu nálægt fjöllunum þennan dag.

Allir farþegarnir áttu að hafa misst meðvitund eftir að hafa tekið flugveikistöflur

Kirst sagði að hinir tveir farþegarnir hans hefðu einnig tekið sömu flugveikislyfið og áttu þeir einnig að hafa misst meðvitund og var hann því sá eini sem var við meðvitund þegar slysið átti sér stað en farþegarnir tveir sögðust ekki muna eftir því að hafa tekið neitt lyf og hvað þá misst meðvitund.

Tveimur mánuðum síðar skrifaði flugmaðurinn greinargerð þar sem hann sagði að orsök flugslyssins væri sennilega hægt að rekja til þess að eitt skrúfublaðið á loftskrúfunni hefði losnað af á flugi.

Kirst, eiginkona farþegans sem lést í slysinu og hinir tveir farþegarnir, sem lifðu slysið af, ákváðu að hefja dómsmál og fara í mál við fyrirtækið sem seldi flugmanninum loftskrúfuna auk þes sem ákveðið var að fara í mál við loftskrúfuframleiðandann Hartzell.

Í málsgögnum kom fram að loftskrúfan hafi ekki uppfyllt öryggiskröfur og hefði ekki átt að leyfa flugvélinni að fljúga vegna þessa en í lokaskýrslu vegna flugslyssins, sem NTSB gaf út árið 2017, kemur fram að skrúfublaðið hefði losnað af við höggið er flugvélin brotlenti og er talið að skrúfublöðin hafi uppfyllt öll skilyrði er varðar öryggiskröfur.

Flugvélin reyndist of þung og undirbúningur fyrir flug af skornum skammti

Í skýslunni segir að orsök flugslyssins megi rekja til ófullnægjandi undirbúnings hjá flugmanninum auk þess sem hann tók slæma ákvörðunartöku með því að fljúga flugvélinni of lágt yfir jörðu og í átt að hindrunum og hækkandi landslagi.

Þá kom í ljós að flugvélin hafi verið of þung og var þyngd hennar nálægt hámarksflugtaksþunga þegar slysið átti sér stað þrátt fyrir að hafa brennt töluvert af eldsneyti frá því hún hóf sig til lofts og hafi klifurgeta vélarinnar því verið mjög skert.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) sviptu Kirst flugskírteininu í mars árið 2015 og sérstaklega á forsendum þess að hann átti að baki fleiri flugslys, atvik, óeðlilega margar endurteknar á flugprófum auk þess sem hann hafði nokkrum sinnum fallið á hæfnisprófi með flugdómara.

Þá segir að Kirst hafði verið fundinn sekur í desember árið 2017 fyrir að hafa í tvö skipti hróflað við aðstæðum á slysstað og í eitt skipti hafði hann flogið án þess að hafa flugmannsskírteini í gildi.

Flugmaðurinn hafði atvinnuflugmannsskírteini og var flugvélin í eigu fyrirtæki hans, Kirst Aviation, en flugvélin var í útsýnisflugi þegar slysið átti sér stað.

Flugmaðurinn, sem var 57 ára þegar slysið átti sér stað, var einnig flugkennari með réttindi til kennslu á einshreyfils flugvélar og hafði hann hann einnig áritun fyrir sjóflugvélar. Fram kemur að hann var með 4.759 flugtíma að baki.

Þá segir í skýrslunni að eina orsökina megi rekja til skorts á eftirliti hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) er varðar eftirlit með flugrekstri hjá fyrirtækinu Kirst Aviations.  fréttir af handahófi

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

Staða máls vegna flugslyss á Haukadalsmelum

17. ágúst 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur gefið frá sér skýrslu með stöðu á máli er varðar flugslys sem átti sér stað þann 27. júlí í fyrra er lítil flugvél brotlenti í flugtaki á Haukadalsmelum.

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00