flugfréttir

Íhuga að loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi

- Segja flugvöllinn ekki lengur mikilvægan sökum COVID-19

15. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:44

Sögu Bromma-flugvallarins í Stokkhólmi má rekja aftur til ársins 1936

Sænska flugvallarfyrirtækið Swedavia hefur lýst því yfir að það vilji láta loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi sökum þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn sem rekja má til kórónaveirufaraldursins.

Þegar Gústaf fimmti, Svíakongungur, opnaði Bromma-flugvöllinn árið 1936 var flugvöllurinn einn sá fyrsti í Evrópu til þess að hafa flugbraut með steyptu yfirlagi og jókst flugumferð um völlinn jafnt og þétt eftir seinni heimstyrjöldina.

Þegar þotuöldin hófst kom í ljós að þotur þurftu mun lengri flugbrautir og var þá ráðist í framkvæmdir á Arlanda-flugvellinum sem opnaði árið 1962 og tók hann við hlutverki Bromma-flugvallarins sem aðalflugvöllur fyrir Stokkhólm.

Þótt að Bromma-flugvöllurinn hefur gengt lykilhlutverki sem innanlandsflugvöllur og verið í mörg ár sá þriðji stærsti í Svíþjóð á eftir Arlanda og Gautaborgarflugvellinum þá hefur í mörg ár verið mikil þrýstingur á að láta loka flugvellinum og færa alla flugumferð yfir á Arlanda-flugvöll.

Bromma-flugvöllurinn er sá 3. stærsti í Svíþjóð

Stjórnmálamenn, umhverfissinnar og íbúar í nágrenni flugvallarins hafa farið fram á að starfsemi flugvallarins lýði undir lok og var lagt til að flugvellinum yrði lokað árið 2022 en sænska ríkisstjórnin mótmælti því á sínum tíma þar sem að flugvöllurinn væri nauðsynlegur fyrir Stokkhólm og hefði hann leyfi til að vera starfræktur áfram til ársins 2038.

Þessar röksemdir eru í dag taldar vera orðnar úreltar og talið er að fljótlega gætu gröfur og stórvirkar vinnuvélar mætt á staðinn og hafist handa við að gera grunn fyrir nýjar íbúðir sem eiga að rísa á svæðinu.

Ríkisstjórn Svíðþjóðar hefur á þessi ári látið Swediavia gera úttekt varðandi notagildið fyrir Bromma-flugvöllinn í ljósi COVID-19 faraldursins og hefur flugvallarfyrirtækið birt niðurstöður sínar.

Douglas DC-7 flugvél frá SAS á Bromma-flugvellinum í apríl árið 1965

Þar segir að vegna breytts ástands í flugmálum sé álitið að áframhaldandi flugstarfsemi á Bromma-flugvellinum sé ekki lengur nauðsynleg og sé mögulegt að öll starfsemi vallarins gæti mögulega færst yfir á Arlanda-flugvöllinn.

Swedavia hefur samt sett eitt skilyrði fyrir því að Bromma-flugvellinum yrði lokað sem er að tryggja að Arlanda-flugvöllurinn geti tekið við starfseminni til lengri tíma litið.

Þá hafði sænska ríkið sett það sem skilyrði að Arlanda-flugvöllur þyrfti að fá eina flugbraut til viðbótar áður en Bromma-flugvellinum yrði lokað. Boltinn er núna hinsvegar hjá Swedavia sem mun taka lokaákvörðunina.

Í dag eru fimm flugfélög sem fljúga um Bromma-flugvöllinn til 8 áfangastaða en þau eru AirGotland, Air Leap, Amapoly Flyg, Brussels Airlines og Finnair.  fréttir af handahófi

Emirates fær 2 milljarða dala styrk frá ríkisstjórn Dúbæ

31. ágúst 2020

|

Flugfélagið Emirates hefur fengið
2 milljarða bandaríkjadali í styrk frá ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að rétta af rekstur félagsins vegna COVID-19 heimfaraldursins en upphæðin

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

Staða máls vegna flugslyss á Haukadalsmelum

17. ágúst 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur gefið frá sér skýrslu með stöðu á máli er varðar flugslys sem átti sér stað þann 27. júlí í fyrra er lítil flugvél brotlenti í flugtaki á Haukadalsmelum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00