flugfréttir

Fyrsta flugið á milli Teesside og Heathrow í heilan áratug

15. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:29

Eastern Airways mun fljúga daglega á milli Teesside flugvallarins og London Heathrow

Í gær var flogið fyrsta áætlunarflugið í meira en áratug á milli Teesside-flugvallarins í Englandi og Heathrow-flugvallarins í London.

Það er skoska flugfélagið Eastern Airways sem flaug þetta flug og mun félagið fljúga héðan í frá daglega á milli Teesside-flugvallarins sem staðsettur er á miðhluta Englands, skammt suðvestur af Middlesbrough, en félagið mun nota farþegaþotur af gerðinni Embraer E170 til flugsins.

„Fyrsta flugið í dag er aðeins byrjunin á öflugu samstarfi á milli Teesside flugvallarins, Heathrow-flugvallarins og Eastern Airways eftir hlé sem varið hefur í áratug“, sagði John Holland, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins.

Embraer 170 þota frá Eastern Airways

Það er ekki oft sem að lítil flugfélög auka umsvif sín og það til eins af stærstu flugvöllum heims og það einnig á erfiðum tímum í fluginu.

Robert Courts, flugmálaráðherra Bretlands, sagði í tilefni af fyrsta fluginu í gær að endurkoma áætlunarflugs á milli Teesside og London Heathrow séu merki um að það sé einhver bati í gangi í flugiðnaðinum í Bretlandi þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn og einnig að breska ríkið sé að leggja sitt af mörkum til flugsins.  fréttir af handahófi

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Panta tvær A321LR þotur fyrir þýska flugherinn

17. ágúst 2020

|

Airbus Corporate Jet (ACJ), dótturfélag Airbus, hefur fengið pantanir í tvær Airbus A321LR þotur frá Lufthansa Technik.

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00