flugfréttir

Fjölmenni á einni stærstu rafmagnsflugvélasýningu Evrópu

- Electrifly-in & Symposium 2020 fór fram um helgina í Sviss

15. september 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:25

Electrifly-in & Symposium flughátíðin í Sviss er ein stærsta rafmangsflugvélasýning sem fram fer í Evrópu

Þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn þá voru um 1.000 gestir sem mættu á Electrifly-in & Symposium flughátíðina sem fram fór í bænum Grenchen í Sviss um síðustu helgi.

Þetta er ein stærsta flughátíðin í Evrópu þar sem aðeins rafmagnsflugvélar koma fram og sína listir sínar og eru til sýnis en einnig var fjöldi fyrirlesara sem héldu ræðu og greindu frá því helsta sem er að gerast í framleiðslu og þróun á litlum rafmagnsflugvélum.

Electrifly-in & Symposium flughátíðin fer næst fram 11-12. september árið 2021

Um fjórtán fyrirtæki og aðilar sýndu eða greindu frá þeim 16 rafmagnsflugvélum sem verið er að þróa og þar á meðal Pipistrel sem sýndi Velis Electro flugvélina sem fengið hefur vottun frá flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) auk þess sem svissneska sprotafyrirtækið Smartflyer kynnti nýja tvinn-rafmangsflugvél sem nefnist SFX1.

Hápunktur helgarinnar á sýningunni var þegar eTrophy-bikarinn var veittur fyrir lengsta flugið sem rafmagnsflugvél lagði á sig til að fljúga á sýninguna án þess að hafa viðdvöl.

Klaus Ohlmann fékk eTrophy-bikarinn fyrir að hafa flogið lengsta rafknúna flugið til að komast á flugsýninguna

Bikarinn hlaut Klaus Ohlmann sem flaug Lange Antares 20E flugvélinni sinni alls 357 kílómetra frá Serres Le Batie Montsaleon flugvellinum í Frakklandi til Grenchen.

Fram kemur að ítrustu sóttvarnarreglum hafi verið framfylgt til að láta flughátíðina verða að veruleika og fengu gestgjafarnir hrós fyrir hversu vel til tókst.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Krefjast skaðabóta frá fjórum löndum upp á tæpa 700 milljarða

22. júlí 2020

|

Qatar Airways Group, móðurfélag og eigandi Qatar Airways, fer fram á 5 milljarða dala skaðabætur frá fjórum arabalöndum sem eru Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Bahrain og Sádí-Arabíu, f

Norwegian fer fram á aðra aðstoð frá norska ríkinu

3. september 2020

|

Norwegian hefur hafið viðræður við stjórnvöld í Noregi varðandi enn frekari fjárhagsaðstoð vegna rekstrarvanda og segir félagið að björgunarpakki upp á 47 milljarðar króna, sem norska ríkisstjórnin va

Kyrrsetja átta Dreamliner-þotur vegna galla í burðarvirki

28. ágúst 2020

|

Boeing hefur fyrirskipað nokkrum flugfélögum að taka samtals átta Dreamliner-þotur strax úr umferð og leggja þeim án tafar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00