flugfréttir

Spáir því að mörg flugfélög verði gjaldþrota á næstunni

- Nauðsynlegt að ríkisstjórnir styrki flugfélög sinna landa núna

11. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:42

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, spáir því að mörg flugfélög eigi eftir að verða gjaldþrota á næstunni þar sem að kórónaveirufaraldurinn er virkilega farinn að reyna á úthaldið hjá flugfélögum almennt á sama tíma og fátt bendir til þess að faraldrinum sé að linna.

„Það versta er ekki enn yfirstaðið, ekki einu sinni hjá Qatar Airways“, segir Al Baker sem telur að flugfélög í Evrópu fari nú að finna fyrir enn þyngri róðri og með fleiri flugfélögum sem verða gjaldþrota þá eykst einokun á flugmarkaðnum.

„Þá mun framboðið minnka sem er einnig skaðlegt fyrir flugfélögin og viðskiptavinina og þá eykst einokunin en það er einmitt það sem sum flugfélög vilja að gerist“.

Taprekstur Qatar Airways á fjármálaárinu 2019 til 2020 nam 265 milljörðum króna sem er ein versta afkoma í sögu félagsins en Al Baker gerir ráð fyrir að félagið eigi eftir að tapa enn fleiri fjármunum á næstunni á meðan flest lönd heimsins eru með ferðatakmarkanir í gildi vegna COVID-19.

„Öll lönd í heiminum stóla á ríkisflugfélögin sín og að þau flugfélög geti þjónað efnahagnum og nauðsynlegum samgöngum og því er það mjög mikilvægt að ríkisstjórnir styðji við bakið á flugfélögum í sínum löndum“, segir Al Baker.

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur spáð því að farþegafjöldinn eigi ekki eftir að verða sá sami og fyrir árið 2019 fyrr en árið 2024 en Al Baker telur að ef heimsfaraldrinum fari ekki að ljúka muni það taka lengri tíma fyrir flugiðnaðinn að ná sér á strik.  fréttir af handahófi

Leggja öllum Boeing 777 þotunum í eitt ár

22. september 2020

|

Air New Zealand ætlar að leggja öllum Boeing 777 breiðþotunum í að minnsta kosti í eitt ár eða fram í september árið 2021.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Eigandaskipti á framleiðslu og þjónustu fyrir Dornier 228

19. október 2020

|

Þýska fyrirtækið General Atomics Europe GmbH í Dresden ætlar sér að kaupa og taka yfir rekstur svissneska fyrirtækisins RUAG Aerospace sem í dag sér um framleiðslu á Dornier 228 flugvélunum auk viðhal

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00