flugfréttir

Kanada fer yfir lofthæfni Boeing 737 MAX vélanna

- Fara yfir niðurstöður úr prófunum og skoða nýtt þjálfunarefni

11. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 21:16

Í þessum mánuði verða 19 mánuðir liðnir frá því að Boeing 737 MAX vélarnar voru kyrrsettar

Kanadísk flugmálayfirvöld fara nú yfir gögn og niðurstöður úr flugprófunum fyrir endurútgáfu á flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX þoturnar.

Marc Gameau, samgönguráðherra Kanada, segir að kanadísk flugmálayfirvöld séu í samstarfi við flugmálayfirvöld í Evrópu, Bandaríkjunum og í Brasilíu og sé verið meðal annars að fara yfir nýtt þjálfunarefni sem fram fer í þjálfunarsetri á Gatwick-flugvellinum í London.

„Við erum að fara yfir þjálfunarefnið og þær kröfur sem farið er fram á fyrir þjálfun flugmanna og einnig er verið aðskoða verklagsreglur varðandi neyðarviðbrögð“, segir Gameau.

Gemeau segir að kanadísk flugmálayfirvöld muni ekki gefa Boeing 737 MAX þotunni leyfi til þess að fljúga á ný nema það sé 100% að allt sé öruggt og að búið sé að lagfæra þau atriði sem ollu vandamálum með vélarnar.

Kanadísk flugmálayfirvöld tóku þátt í flugprófunum í september með Boeing 737 MAX þoturnar og flugu meðal annars kanadískir flugmenn tilraunarþotu Boeing nokkrar flugferðir á milli Seattle og Vancouver í Kanada til þess að athuga sameiginleika milli 737 MAX flughermis og vélarinnar sjálfrar.

Stærstu kanadísku viðskiptavinirnir er kemur að Boeing 737 MAX eru flugfélögin Air Canada og WestJet en bæði flugfélögin hafa fengið til samans 37 MAX-þotur afhentar og þá eiga félögin von á 35 þotum til viðbótar.  fréttir af handahófi

Kenna flugumferðarstjórum um Kobe Bryant flugslysið

27. ágúst 2020

|

Þyrlufyrirtækið og flugrekandi þyrlu af gerðinni Sikorsky S-76B, sem fórst í janúar á þessu ári með fyrrum L.A. Lakers körfuboltastjörnunni Kobe Bryant um borð auk átta annara með þeim afleiðingum að

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Qantas sér ekki fram á millilandaflug fyrr en í júlí 2021

24. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér ekki fram á að fljúga neitt einasta millilandaflug að minnsta kosti í eitt ár til viðbótar og telur félagið að það muni ekki hefja millilandaflug að ráði fyrr en kom

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00