flugfréttir

Framkvæmdarstjóri British Airways segir af sér

12. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:36

Alex Cruz, fyrrverandi framkvæmdarstjóri British Airways

Alex Cruz, framkvæmdarstjóri British Airways, hefur sagt af sér skyndilega sem yfirmaður flugfélagsins breska vegna þeirrar krísu sem félagið stendur frammi fyrir.

Í yfirlýsingu frá móðurfélaginu, International Airlines Group (IAG), segir að þetta sé að gerast á sama tíma og fyrirtækið er að fara í gegnum þá mestu erfiðleika sem dunið hafa yfir flugiðnaðinn.

Búið er að finna nýjan framkvæmdarstjóra og verður Sean Doyle látinn taka við stjórnartaumunum en Doyle kemur úr herbúðum Aer Lingus sem einnig er dótturfélag IAG.

Luis Gallego, sem nýlega tók við sem framkvæmdarstjóri eftir Willie Walsh, segir að Cruz hafi náð að vinna mikilvægt hlutverk í að nútímavæða rekstur British Airways og einnig tókst honum að leiða félagið í gegnum mjög krefjandi tíma.

Cruz verður áfram í stjórn British Airways um tímabundið skeið á meðan Doyle er að koma sér fyrir í hlutverki framkvæmdarstjóra en hann mun þó ekki gegna stjórnunarstöðu.

British Airways hefur unnið hörðum höndum að því að semja við verkalýðsfélög um lægri kjör í von um að ná að forðast frekari uppsagnir en nú þegar hefur 8.000 manns verið sagt upp hjá félaginu.  fréttir af handahófi

Airbus kynnir ACJ TwoTwenty viðskiptaþotuna

6. október 2020

|

Airbus Corporate Jet, einkaþotudeild Airbus, kynnti í dag nýja einkaþotuútgáfu af A220 sem kallast ACJ TwoTwenty og um leið var tilkynnt að fyrirtækið hafi borist pöntun í sex slíkar þotur.

Boeing staðfestir endalokin á 747 og fresta 777X til 2022

29. júlí 2020

|

Boeing staðfesti í dag endalok framleiðslu júmbó-þotunnar auk þess sem flugvélaframleiðandinn tilkynnti að afhendingum á nýju Boeing 777X breiðþotunni verður frestað til ársins 2022.

Textron kynnir King Air 360

5. ágúst 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Textron Aviation hefur kynnt til sögunnar nýja útgáfu af hinni vinsælu tveggja hreyfla Beechcraft King Air skrúfuþotu sem nefnist King Air 360.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00