flugfréttir

Flugumferð í Evrópu fer aftur undir 100.000 flug á viku

- Ferðatakmarkanir draga úr þeim vexti sem hafinn var í sumar

12. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:02

Flugumferð í Evrópu var komin upp í 120.000 áætlunarflugferðir á dag en var í seinustu viku um 99.000 flugferðir

Flugumferð í Evrópu er byrjuð að dragast eilítið saman eftir að hafa náð að aukast töluvert á ný í sumar eftir fyrstu bylgju kórónaveirufaraldursins.

Samkvæmt nýjustu tölum frá evrópsku flugumferðarstofnuninni Eurocontrol þá fór fjöldi flugferða í Evrópu í fyrsta sinn aftur undir 100.000 flugferðir á viku í síðustu viku eftir að hafa verið yfir 100 þúsund flugferðum frá því í júlí.

Í seinustu viku, frá 4 til 11. október, eru skráðar 99.217 flugferðir í Evrópu samkvæmt mælaborði Eurocontrol eða 14.182 flug á dag en fjöldi flugferða hefur hingað til verið yfir 100.000 flugferðum á viku frá því 29. júlí.

Flestar flugferðirnar voru farnar á vegum Ryanair en í 2. sæti kemur Turkish Airlines og svo á eftir flug á vegum Air France, Lufthansa, easyJet, KLM og British Airways.

Mælaborð Eurocontrol með upplýsingum um flugferðir í Evrópu frá 4. til 11. október

Eamonn Brennan, yfirmaður Eurocontrol, segir að þetta sýni að bataferlið meðal evrópskra flugfélaga er ekki að ná þeim árangri sem búist var við og sé að draga úr eftirspurninni sökum ferðatakmarkanna sem hafa verið settar á aftur í Evrópu og víðar en einnig spilar inn í árstíðarbundin sveifla.

Að meðaltali flugu flugfélögin um 120.000 flugferðir á viku í Evrópu í ágúst sem taldist um 48% af flugumferðinni sem átti sér stað í ágúst árið 2019 en tölurnar fyrir þennan október eru um 44% af flugumferðinni í október í fyrra.

Samkvæmt tölum frá Flightradar24.com má sjá að botninum í áætlunarflugi í heiminum var náð seinnipartinn í apríl í vor en fljótlega í maí fór flugumferð að aukast jafnt og þétt á ný þar til í ágúst en í miðjum ágúst mánuði hefur línuritið sýnt „flata línu“ sem hefur verið meira og minna lárétt frá því í byrjun september.  fréttir af handahófi

Íhuga að loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi

15. september 2020

|

Sænska flugvallarfyrirtækið Swedavia hefur lýst því yfir að það vilji láta loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi sökum þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn sem rekja má til kórónaveirufaraldu

Nýtt vandamál með Boeing 787

28. september 2020

|

Enn eitt vandamálið hefur bæst á listann er varðar Dreamliner-þoturnar en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér viðvörun og tilmæli vegna vandamál sem snertir sjálfstýringu vélanna.

Myndband: Cessna 172 hefur sig á loft á hraðbraut

11. september 2020

|

Myndband af lítilli flugvél hefja sig á loft frá hraðbraut í Tennessee í Bandaríkjunum hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum og á flugtengdum síðum á Fésbókinni nú fyrir helgi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00