flugfréttir

Þrýstingur í bremsum féll niður er flugvél rann á aðra flugvél

- Fjórir starfsmenn reyndu að stöðva flugvél sem rann af stað

12. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:14

Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Aberdeen í júní í sumar

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi (AAIB) telur að ógætilega hafi verið staðið að því er hjólaskorður voru fjarlægðar af hjólabúnaði á Bombardier Dash 8 flugvél á flugvellinum í Aberdeen í Skotlandi sem varð til þess að flugvélin rann áfram og rakst á kyrrstæða Embraer 145 þotu.

Atvikið átti sér stað þann 16. júní í sumar og voru báðar flugvélarnar mannlausar í stæði en starfsmenn voru að störfum við Dash 8 flugvél sem áður hafði verið í notkun hjá breska lágfargjaldafélaginu Flybe en flugvélin hafði verið í geymslu í Aberdeen frá því í mars.

Hjólaskorður („wheel chocks“) voru fjarlægðar frá aðalhjólastelli og nefhjóli vélarinnar og kemur fram að þrýstingur í vökvakerfi í bremsubúnaði vélarinnar hafi við það minnkað niður í það lítinn þrýsting að flugvélin byrjaði að renna af stað á flugvallarstæði sem hefur 1° gráðu halla.

Flugvélin rann áfram, yfir akbraut, og voru að minnsta kosti fjórir starfsmenn, þrír flugvirkjar og einn flugvallarstarfsmaður, sem reyndu hvað þeir gátu að stöðva vélina með því að ýta á nef vélarinnar og toga í aðra hluta vélarinnar.

Verið var að undirbúa Bombardier-flugvélina fyrir brottför frá Aberdeen þegar hún rann af stað og rakst á Embraer-þotu frá Loganair

Tilraunir til að stöðva vélina báru engan árangur og rakst flugvélin á kyrrstæða Embraer-þotu frá skoska flugfélaginu Loganair og stöðvaðist vélin með nefið undir hreyfli þotunnar sem lyftist upp á við hægra megin við áreksturinn.

Í tilkynningu frá AAIB kemur fram að öryggisráðstafanir hafa verið gerðar af breskum flugmálayfirvöldum, samtökum breskra flugvirkja, flugrekanda vélarinnar og flugvellinum í Aberdeen til þess að koma í veg fyrir að slíkt atvik endurtaki sig ekki.  fréttir af handahófi

ExpressJet mun hætta starfsemi

24. ágúst 2020

|

Bandaríska flugfélagið ExpressJet ætlar að hætta starfsemi sinni í næsta mánuði en þetta kemur fram í skilaboðum sem send voru í dag til starfsmanna félagsins.

Greenpeace reynir að koma í veg fyrir ríkisaðstoð til KLM

14. september 2020

|

Umhverfissamtökin Greenpeace ætla að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir og stöðva af 540 milljarða króna fjárhagsaðstoð sem hollenska ríkisstjórnin ætlar að veita KLM Royal Dutch Airlines á þe

Spáir því að mörg flugfélög verði gjaldþrota á næstunni

11. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, spáir því að mörg flugfélög eigi eftir að verða gjaldþrota á næstunni þar sem að kórónaveirufaraldurinn er virkilega farinn að reyna á úthaldið hjá fl

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00