flugfréttir

Norwegian selur tvær 787 þotur til Neos á Ítalíu

12. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 22:49

Tvær Dreamliner-þotur Norwegian á Gardermoen-flugvellinum í Osló

Sagt er að Norwegian sé búið að ná samkomulagi um að losa sig við tvær Dreamliner-þotur úr flotanum sem munu fara til ítalska flugfélagsins Neos en báðar Dreamliner-þoturnar hafa verið í geymslu á Gardermoen-flugvellinum í 7 mánuði.

Með því fækkar í Dreamliner-flota Norwegian úr 37 Boeing 787 þotum niður í 35 þotur en langflug á vegum Norwegian með Dreamliner-þotunum hefur legið algjörlega niðri frá því að heimsfaraldurinn braust út í vor.

Norwegian lýsti því yfir í sumar að til stæði að selja um 15 til 17 Dreamliner-þotur eða tæplega helmings alls Boeing 787 flotans til þess að auka rekstrarfé félagsins og bæta fyrir tapið vegna COVID-19 faraldursins.

Flugfréttamiðlar greina frá því að Norwegian hafi náð samkomulagi um sölu á tveimur Boeing 787 þotum en samkvæmt upplýsingum þá eru vélarnar báðar í eigu flugvélaleigunnar AerCap sem er eigandi vélanna en Norwegian umráðandi þeirra.

Dreamliner-þoturnar tvær munu leysa af hólmi þær tvær Boeing 767-300ER breiðþotur sem eru í flota Neos sem yfirgefa flotann á næstunni en félagið hefur nú þegar fjórar Boeing 787-9 þotur í flotanum sínum og mun Dreamliner-floti félagsins því telja sex þotur eftir kaupin.

Neos hefur nú þegar fjórar Dreamliner-þotur í flotanum

Önnur Dreamliner-þotan ber skráninguna LN-LNT og er um að ræða „Unicef-vélina“ og var hún afhent til Norwegian í september árið 2018 en hún hefur verið í geymslu frá því í mars í vor.

Hin Dreamliner-þotan er LN-LNX en sú þota er 3 ára gömul og var hún afhent til Norwegian Air UK í mars árið 2017 en hún hefur einnig verið í geymslu á Gardermoen-flugvellinum í Osló frá því í mars.

Báðar Dreamliner-þoturnar munu ekki hefja áætlunarflug strax eftir að þeim verður ferjuflogið til Ítalíu en þess í stað verða þær geymdar, sennilega á Malpensa-flugvellinum í Mílanó, fyrst um sinn.

Neos var stofnað árið 2001 af Italian Alpitour og TUI Group og hefur félagið hingað til flogið sólarlanda- og heimsreisuflugferðir frá Ítalíu til áfangastaða í Karíbahafinu, Mexíkó, Norður-Ameríku, Asíu auk Afríku.  fréttir af handahófi

Ryanair að undirbúa pöntun í allt að 200 MAX-þotur

2. október 2020

|

Sagt er að Ryanair sé að undirbúa sig fyrir að skrifa undir samkomulag um risapöntun hjá Boeing í allt að 200 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX þotur.

Air Canada selur og leigir til baka níu 737 MAX þotur

12. október 2020

|

Air Canada hefur lokið við sölu á níu Boeing 737 MAX þotum sem félagið hefur selt til flugvélaleigufyrirtækjanna Jackson Square Aviation og Avolon Aerospace Leasing.

Hættu við lendingu vegna bangsa sem var á brautinni

19. ágúst 2020

|

Farþegaþota frá rússneska flugfélaginu S7 Airlines þurfti að hætta við lendingu og fara í fráhvarfsflug í Rússlandi sl. mánudag vegna bjarndýrs sem hafði lagt leið sína á flugvallarsvæðið og var dýr

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00