flugfréttir

753 milljarða króna tap hjá Delta

14. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:55

Flugvélar Delta Air Lines á flugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum

Delta Air Lines hefur tilkynnt að yfir 753 milljarða króna tap varð á rekstri félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins sem lauk í september.

Tapið má að mestu leyti rekja til gríðarlegrar fækkunar á farþegum í sumar vegna kórónaveirufaraldursins en Ed Bastian, framkvæmdarstjóri félagsins, segist vongóður um að farþegum fari að fjölga á næstunni þótt að sú aukning eigi eftir að taka sinn tíma.

Rekstarfé Detla Air Lines var yfir 3 þúsund milljarðar króna og hefur félagið tekist að draga úr daglegu tapi frá því að vera 3.7 milljarðar króna á dag niður í 2.5 milljarð á dag og gerir Bastian ráð fyrir að fyrir lok ársins muni félagið tapa um 1.3 milljarð króna á dag.

Bastian spáir því að það muni taka tíma fyrir viðskiptafarþega að snúa aftur þar sem mörg fyrirtæki hafa stólað á myndbandsfundi í gegnum Netið og eigi einhver fyrirtæki eftir að halda því áfram í stað þess að senda starfsmenn sína með flugi til að eiga fundi en telur hann samt að myndbandsfundir eigi ekki eftir að leysa af hólmi viðskiptaferðalög til langstíma.

Þá segir Bastian að bókanir fyrir Þakkargjörðarhátíðina, jólin og áramótin lofi góðu enn sem komið er og hafi félagið farið ýmsar leiðir til þess að laða til sín farþega á ný eins og að afnema breytingargjald á farmiðum.

Delta mun taka úr umferð um 383 flugvélar á næstu fimm árum sem samsvarar 30% alls flugflotans en yfir 200 flugvélar verða teknar úr notkun á þessu ári.

Delta Air Lines hefur nú þegar á þessu ári tekið úr umferð McDonnell Douglas MD-88 og MD-90 þoturnar, Boeing 737-700 og nokkrar Boeing 767 breiðþotur auk þess sem félagið mun á næstunni hætta með allar Boeing 777 þoturnar og árið 2023 mun félagið hætta með CRJ200 þoturnar og Boeing 717 þoturnar munu fara úr flotanum árið 2025.

Delta Air Lines hefur enn ekki sagt upp starfsfólki vegna þess styrks sem félagið fær frá bandarískum stjórnvöldum en laun starfsmanna hafa verið lækkuð umtalsvert og hefur félagið á sl. sex mánuðum náð að spara sér allt að 264 milljarða króna í launakostnað.  fréttir af handahófi

Staða máls vegna flugslyss á Haukadalsmelum

17. ágúst 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur gefið frá sér skýrslu með stöðu á máli er varðar flugslys sem átti sér stað þann 27. júlí í fyrra er lítil flugvél brotlenti í flugtaki á Haukadalsmelum.

SAS fær sína fyrstu A321LR þotu

15. október 2020

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321LR þotu sem er langdræga útgáfan af Airbus A321neo.

Ríkisstjórn Kólumbíu kemur Avianca til bjargar

3. september 2020

|

Ríkisstjórn Kólumbía hefur komið kólumbíska flugfélaginu Avianca til bjargar með ríkisaðstoð auk þess sem yfirvöld í landinu hafa einnig ákveðið að bjarga rekstri flugvallarfyrirtækisins Sureste sem a

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00