flugfréttir

Starfsfólki boðið að velja á milli launalækkunar eða uppsagnar

- 614.000 farþegar hjá SAS í september en 2.3 milljón í september 2019

14. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:27

Farþegaþotur frá SAS í geymslu á flugvellinum í Kaupmannahöfn

SAS (Scandinavian Airlines) hefur boðið um 1.800 starfsmönnum félagsins þá úrslitakosti að taka annaðhvort á sig 50 prósenta launalækkun eða eiga hættu á því að verða sagt upp.

Um er að ræða 1.800 af þeim 2.600 starfsmönnum sem eru eftir hjá félaginu í Danmörku en félagið sagði upp 1.593 starfsmönnum í Danmörku í júní í sumar.

SAS náði samkomulagi við dönsk verkalýðsfélög og ríkisstjórn landsins í sumar um 50% launalækkun sem tekur mið af því að starfsmenn taka á sig helmingi lægra starfshlutfall og lækka í launum í samsvari við færri vinnutíma.

Enn eru engin merki um batahorfur hjá SAS þar sem að hertari ferðatakmarkanir hafa verið settar á í mörgum Evrópulöndum þar sem kórónaveirusmitum hefur farið fjölgandi.

Um 614.000 farþegar flugu með SAS í september en þess má geta að 2.3 milljónir flugu með félaginu í september árið 2019 og er því um að ræða 73% samdrátt í eftirspurn eftir flugmiðum hjá félaginu.  fréttir af handahófi

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Flugleiðin á milli London og Dubai sú fjölfarnasta í dag

2. október 2020

|

Flugleiðin á milli Heathrow-flugvallarins í London og Dubai er í dag orðin fjölfarnasta flugleið veraldar en þessi flugleið var í 5. sæti árið 2019 yfir þær fjölförnustu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00