flugfréttir

Ítalía kynnir til leiks nýtt ríkisflugfélag í stað Alitalia

- ITA nafn á nýja flugfélaginu sem mun hefja rekstur árið 2021

14. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:32

Ríkisstjórn Ítalíu vinnur nú að því að stofna nýtt ríkisflugfélag fyrir landið í stað Alitalia

Stjórnvöld á Ítalíu hafa kynnt til leiks nýtt þjóðarflugfélag fyrir Ítalíu sem mun að öllum líkindum fá nafnið ITA og er því félagi ætlað að leysa af hólmi Alitalia sem stofnað var árið 1946.

ITA, sem stendur fyrir Italia Trasporti Aereo, mun hefja starfsemi sína snemma á næsta ári og en misvísandi fréttir eru í gangi um hvort að nafnið Alitalia verður lagt niður eða ekki en einn flugfréttamiðill segir að flugfloti félagsins verður áfram merktur Alitalia og í sömu litunum.

Efnahagsmálaráðherra Ítalíu, þróunarráðherra, samgönguráðherra og vinnumálaráðherra landsins kynntu nýja nafnið og nýja flugfélagið þann 9. október sl. og mun ITA hefja starfsemi sína með stofnfé upp á 3.2 milljarða króna.

ITA verður alfarið í eigu ítalska ríkisins og verður markmiðið að bjóða upp á samkeppnishæft flugfélag á alþjóðamarkaði en samgöngumálaráðherra landsins segir að félagið muni „færa Ítalíu til heimsins“ og verður engin tenging á milli nýja félagsins og þess gamla.

Boeing 777 þota Alitalia

„Nýtt þjóðarflugfélag fyrir Ítalíu fæddist í dag“, sagði Paola De Micheli, samgönguráðherra Ítalíu sl. föstudag

Rekstur Alitalia hefur lengi gengið brösuleg og hefur félagið ekki skilað hagnaði í mörg ár og hafa margar tilraunir verið gerðar til að rétta reksturinn af með fjárveitingu og lánum en á endanum sá ítalska ríkið fram á að vonlaust væri að rétta reksturinn við.

Mat ítölsku ríkisstjórnarinnar var á endanum sú að það væri hagkvæmt að hafa þjóðarflugfélag fyrir Ítalíu og að mun betra væri að byrja upp á nýtt í stað þess að reyna bjarga félaginu en nú þegar hefur ríkisstjórn landsins sett 42 milljarða króna í rekstur Alitalia.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Alitalia mun hætta rekstri og ITA mun byrja að fljúga fyrstu flugferðirnar en nýja flugfélagið mun bjóða upp á fulla þjónustu og verður því ekki um lágfargjaldafélag að ræða.  fréttir af handahófi

Starfsfólki boðið að velja á milli launalækkunar eða uppsagnar

14. október 2020

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur boðið um 1.800 starfsmönnum félagsins þá úrslitakosti að taka annaðhvort á sig 50 prósenta launalækkun eða eiga hættu á því að verða sagt upp.

AirBaltic býður upp á skemmtiflugferð út í buskann

13. október 2020

|

Lettneska flugfélagið airBaltic hefur bæst við í hóp þeirra flugfélaga sem hafa boðið almenningi upp á að fljúga eitthvað út í buskann án neins áfangastaðar í þeim tilgangi að upplifa flug sér til ske

Flugskóli í Slóveníu selst á aðeins 1.2 milljón króna

27. ágúst 2020

|

Slóvenski flugskólinn Adria Airways Flight School hefur verið seldur en flugskólinn var hluti af flugfélaginu Adria Airways sem varð gjaldþrota í september í fyrra.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00