flugfréttir

Airbus fær pöntun í fjórar A320neo þotur

14. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:56

Tölvugerð mynd af Airbus A320neo í litum Sky Express

Airbus tilkynnti í dag að flugvélaframleiðandinn hafi fengið staðfesta pöntun í fjórar Airbus A320neo þotur.

Það er gríska flugfélagið Sky Express sem hefur pantað þoturnar fjórar og er flugfélagið með þessu nýr viðskiptavinur Airbus.

Þá er um að ræða fyrstu þoturnar sem Sky Express mun taka í notkun en flugfélagið hefur hingað til eingöngu verið með skrúfuþotur í rekstri sem eru af gerðinni ATR 72-500 og ATR 42-500.

Þá hefur Sky Express nýlega tekið á leigu tvær Airbus A320neo þotur frá flugvélaleigunni ACG Aviation Capital Group.

Pöntunin er fyrsta pöntunin í Airbus A320neo þoturnar sem Airbus hefur fengið frá flugfélagi frá því í janúar er Spirit Airlines lagði inn pöntun í 100 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Í september stóð pöntunarstaðan í Airbus A320neo í 7.450 þotum frá 110 viðskiptavinum en í dag er indverska flugfélagið IndiGo stærsti viðskiptavinurinn með pöntun í 730 þotur af gerðinni A320neo og A321neo.  fréttir af handahófi

Júmbó-þota íranska flughersins skemmdist við D-skoðun

24. ágúst 2020

|

Gömul júmbó-þota af gerðinni Boeing 747-200B varð fyrir töluverðum skemmdum í Íran á dögunum er uppkeyrsla á hreyflum fór úr böndunum við viðhaldsskoðun á Mehrabad-flugvellinum í Teheran.

FAA gæti fyrirskipað skoðanir á yfir 900 Dreamliner-þotum

7. september 2020

|

Svo gæti farið að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) eigi eftir að krefjast skoðunar á nokkur hundruðum farþegaflugvéla af gerðinni Boeing 787 í kjölfar mögulegra galla sem urðu við samsetningu á átta

Framlengja frjálsari kröfum um notkun á lendingarplássum

15. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að framlengja léttari kröfum varðandi notkun á lendingar- og þjónustuplássum á átta flugvöllum í Bandaríkjunum til að gera flugfélögum áfram auðveldara fyrir að

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00