flugfréttir

Wizz Air mun hefja innanlandsflug í Noregi

- Norski forsætisráðherrann ætlar að sniðganga flugfélagið ungverska

15. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:02

Wizz Air mun hefja innanlandsflug í Noregi þann 5. nóvember næstkomandi

Wizz Air mun frá og með
5. nóvember næstkomandi hefja innanlandsflug í Noregi með áætlunarflugi frá Osló til Bergen, Þrándheims og til Tromsö.

Wizz Air mun hafa tvær farþegaþotur á Gardermoen-flugvellinum sem munu fljúga fjórar flugferðir á dag til Bergen, tvö dagleg flug til Tromsö og tvær ferðir á dag til Þrándheims.

Félagið segir að ef áhugi sé fyrir hendi og eftirspurnin næg ætli félagið að staðsetja fleiri flugvélar í Noregi og auka umsvif sín í samræmi við eftirspurnina.

Ekki eru allir þingmenn og ráðherrar ánægðir með innreið Wizz Air inn á innanlandsflugsmarkaðinn í Noregi og þar á meðal Erna Solberg, forsætisráðherra landsins, sem sjálf ætlar að sniðganga félagið þar sem henni líkar ekki við að lágfargjaldarfélagið ungverska bannai starfsfólki sínu að vera meðlimir í verkalýðsfélögum.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs

József Váradi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segir að hingað til hafa SAS og Norwegian einokað norska innanlandsflugið en núna geti farþegar valið um fleiri flugfélög til að fljúga með innanlands í Noregi.

Váradi segir ummæli norska forsætisráðherrans um að sniðganga félagið vera „barnaleg ummæli“ og tekur fram að Wizz Air bjóði mjög samkeppnishæf laun sem endurspeglast í því að félagið hafi góða flugmenn og án góðra launa væri enginn flugmaður til í að fljúga fyrir félagið.

„Sjáið öll flugfélögin í dag sem hafa haft starfsfólk sem er í verkalýðsfélögum. Öll þessi félög eru á barmi gjaldþrots í dag“, segir Váradi.

Solberg segist ekki ætla að fljúga með Wizz Air og tekur fram að hún fljúga heldur ekki með Ryanair þar sem hún vill ekki styðja við bakið á flugfélögum sem bjóði starfsfólki sínu ekki að vera í verkalýðsfélögum.

Wizz Air hefur flogið til Noregs í 14 ár eða frá árinu 2006 og flýgur félagið í dag frá 11 flugvöllum í Noregi, alls 48 flugleiðir og það til tólf landa en með innanlandsáfangastöðunum þremur mun félagið fljúga 51 flugleið.  fréttir af handahófi

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Loka flugstöð á Manchester-flugvelli vegna fárra farþega

24. ágúst 2020

|

Stjórn flugvallarins í Manchester hefur ákveðið að loka einni af þremur flugstöðvum vallarins vegna þess hversu fáir farþegar hafa farið um flugstöðina vegna áhrifa af kórónaveirufaraldrinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00