flugfréttir

Finnair hefur sölu á flugvélamat í matvöruverslunum

- Vonast til að geta haldið starfsfólki í flugvallareldhúsi áfram í vinnu

15. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:25

Flugvélamatur frá Finnair er núna til sölu meðal annars í matvöruverslunum K-Citymarket í Finnlandi

Finnska flugfélagið Finnair hefur hafið sölu á flugvélamat í matvöruverslunum í Finnlandi í von um að með því geti flugfélagið haldið starfsfólki í flugvallareldhúsi sínu áfram í vinnu.

Finnair vonast til að þessi nýjung eigi eftir að vekja lukku meðal fólks og þeirra sem eru farnir að sakna þess sem fylgir því að fljúga en flugvélamaturinn sem verður til sölu er sá sami og farþegar Finnair fá á Business Class farrými.

Flugvélamaðurinn fór í matvöruverslanir í dag og kallast hann „Taste of Finnair“ og kostar hann frá 10 upp í 13 evrur og eru mismunandi réttir í boði á borð við asíska rétti, evrópska rétti, japanska kjötrétti og kjötbollur.

Mörg flugfélög í heiminum hafa reynt að koma með einhverjar nýungar á markaðinn til þess að svala ferðaþorsta fólks á borð við að bjóða upp á skemmtiflugferðir án neins áfangastaðar en Finnair ákvað að leyfa fólki að bragða á flugvélamat sem hægt er að grípa með er keypt er í matinn.

Matur frá finnska flugvallareldhúsinu Finnair Kitchen

Kimmo Sivonen, verslunarstjóri í finnsku matvöruversluninni K-Citymarket, segir að flugvélamaturinn mun innihalda minna salt en sá sem framreiddur er um borð í flugvélum Finnair þar sem venjan er að gera mat meira bragðmeiri þar sem bragðlaukarnir skynja ekki eins sterkt bragð í háloftunum.

Marika Nieminen, yfirmaður yfir Finnair Kitchen, flugvallareldhúsinu hjá Finnair, segir að stjórn eldhússins hafi reynt að finna einhverjar leiðir til að auka umsvifin umfram framleiðslu á matnum fyrir háloftin á meðan farþegaflug er í lægð vegna kórónaveirufaraldursins.

Finnair hefur að undanförnu sagt upp 7.000 starfsmönnum en þess má geta að fjöldi flugferða á vegum Finnair dróst saman um 91% í september samanborið við sama mánuð í fyrra.  fréttir af handahófi

Flugleiðin á milli London og Dubai sú fjölfarnasta í dag

2. október 2020

|

Flugleiðin á milli Heathrow-flugvallarins í London og Dubai er í dag orðin fjölfarnasta flugleið veraldar en þessi flugleið var í 5. sæti árið 2019 yfir þær fjölförnustu.

Fjórða Boeing 777X þotan flýgur sitt fyrsta flug

4. september 2020

|

Fjórða Boeing 777X tilraunarþotan hefur slegist í hóp þeirra tilraunarflugvéla sem Boeing mun nota við flugprófanir á arftaka 777 þotunnar og er hún, eins og hinar, einnig af gerðinni Boeing 777-9.

AirAsia Japan hættir starfsemi

5. október 2020

|

Lágfargjaldafélagið AirAsia Japan tilkynnti í dag að félagið hafi ákveðið að hætta starfsemi sinni vegna langvarandi áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á rekstur þess.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00