flugfréttir

EASA segir að MAX-þoturnar séu öruggar til að fljúga á ný

- Flughæfnisvottun sennilega gefin út í næsta mánuði

16. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:31

Yfir maður Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) segir að Boeing 737 MAX þotan gæti sennilega farið að fljúga á ný innan Evrópu rétt fyrir lok ársins

Patrick Ky, yfirmaður yfir Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA), hefur tilkynnt að Boeing 737 MAX þotan sé nógu örugg fyrir farþegaflug og geti þoturnar hafið flug að nýju í Evrópu fljótlega.

„Sú greining og rannsókn sem farið hefur fram að okkar hálfu sýnir að þetta sé öruggt og að þotan hafi náð því öryggisstigi sem er nóg fyrir okkur“, segir Ky í viðtali við fréttastofuna Bloomberg.

Þrátt fyrir það þá á Boeing 737 MAX þotan enn eftir að fá útgefna vottun til þess að fá leyfi til að fljúga aftur með farþega en von er á því á næstunni.

Patrick Ky tekur fram að EASA sé á lokasprettinum með að ljúka þeirri pappírsvinnu sem til þarf og gæti 737 MAX þotan fengið vottun í nóvember sem þýðir að MAX-þotur í Evrópu gætu byrjað að fljúga aftur áður en árið 2020 er á enda.

Ky tekur fram að stofnunin vilji samt sem áður sjá Boeing bæta við þriðja áfallshornsskynjaranum á 737 MAX þoturnar til að auka öryggi vélarinnar enn frekar en með því væri hægt að tryggja enn áreiðanlegri stöðu á svokölluðu áfallshorni („angle of attack“) ef annar skynjarinn bilar en sá skynjari tengist MCAS-kerfinu.

Þriðji skynjarinn gæti mögulega verið tilbúinn fyrir uppsetningu á þotunum eftir 2 ár og myndi koma sem staðalbúnaður á Boeing 737 MAX 10 þotunni þegar hún kemur á markað.  fréttir af handahófi

Fresta afheningum á Airbus A220 þotum til ársins 2024

20. ágúst 2020

|

Lettneska flugfélagið airBaltic ætlar að fresta afhendingum á fleiri Airbus A220 þotum og ekki taka inn eins margar nýjar þotur af þeirri gerð strax eins og upphaflega stóð til.

Fyrsta PC-24 sjúkraþotan fyrir Svíþjóð flýgur sitt fyrsta flug

26. júlí 2020

|

Fyrsta Pilatus PC-24 sjúkraþotan fyrir sænsku sjúkraflugþjónustuna KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) flaug fyrir helgi sitt fyrsta flug frá verksmiðjunum í Sviss áður en þotan verður afhe

Emirates sektað fyrir að virða ekki NOTAM upplýsingar

6. október 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa sektað Emirates um 55 milljónir króna fyrir að hafa ekki virt NOTAM flugupplýsingar sem gefnar voru út í júní í fyrra þar sem tekið var fram bann við öllu farþegaflugi yfir Í

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00