flugfréttir

Þörf fyrir 5 prósent færri nýja flugmenn til ársins 2039

- Spá Boeing lækkar úr þörf fyrir 804.000 flugmenn niður í 763.000

17. október 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:32

Boeing telur að þörf sé fyrir 40.000 færri flugmenn til ársins 2039 en gert var ráð fyrir árið 2019

Boeing hefur gefið út nýja spá er varðar eftirspurn eftir flugmönnum í heiminum til næstu 20 ára og kemur þar fram að þörf verður fyrir 40.000 færri flugmenn til ársins 2039 en gert var ráð fyrir í fyrra og þörf fyrir 30.000 færri flugvirkja.

Minni eftirspurn má rekja til offramboðs af hæfum flugmönnum og flugvirkjum sem eru ekki lengur að starfa í iðnaðinum þar sem þeir hafa misst vinnuna vegna kórónaveirufaraldursins.

Þrátt fyrir minni eftirspurn eftir flugmönnum þá lækkar talan aðeins um 5% færri flugmenn en árið 2019 gerði spá Boeing ráð fyrir að þörf væri fyrir 804.000 flugmenn til næstu 20 ára en nýuppfærð spá gerir ráð fyrir að það vanti 739.000 nýja flugmenn til ársins 2039.

Í fyrra var gert ráð fyrir þörf væri fyrir 769.000 flugvirkja en sú tala lækka niður í 739.000 samkvæmt nýjustu spá sem er lækkun um 4 prósent. Þörf fyrir flugfreyjur og flugþjóna lækkar aðeins um 1.2% en talið er að það þurfi 903.000 flugfreyjur til viðbótar í heiminum en sú tala var 914.000 í fyrra.

Spáin gerir ráð fyrir þörf fyrir 739.000 nýja flugvirkja í heiminum í stað 739.000 flugvirkja

Flugsérfræðingar og aðrir fagaðilar í iðnaðinum telja að sú krísa sem varir í dag í fluginu sé aðeins ein af þeim sveiflum sem hafa dunið yfir iðnaðinn reglulega og þar sem talið er að ástandið eigi því eftir að lagast að lokum eru allir þeir aðilar, sem eru að leggja flugtengd fög fyrir sig, hvattir til þess að halda áfram sínu striki.

Fram kemur að flugið hafi áður gengið í gegnum erfiðleika á borð við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin, SARS-faraldurinn og fjármálakreppuna árið 2008 og segir Boeing að það hafi alltaf tekið nokkur ár fyrir flugið að ná fullum bata.

Boeing spáir því að það muni taka um 3 ár þangað til að flugumferð verði aftur sú sama og hún var árið 2019 en á meðan munu margir flugmenn láta af störfum sökum aldurs á meðan aðrir munu ekki snúa aftur í flugið sem opnar fleiri tækifæri fyrir nýja flugmenn og hraðar eftirspurninni eftir nýjum flugmönnum.

Nemendur og þeir sem eru að leggja stund á nám í flugtengdum fögum eru hvattir til að halda sínu striki þrátt fyrir ástandið í fluginu

Steve Dickson, yfirmaður hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA), sagði nemendum í Embry-Riddle flugskólanum að hann væri bjartsýnn á tækifæri í fluginu þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn og hvatti nemendur að einblína á námið sitt.

Atvinnumálavefurinn JSfirm.com tekur í sama streng og segir að störfum sé þegar farið að fjölga strax á ýmsum sviðum og hundruði fyrirtækja að leita eftir starfsfólki í fluginu þrátt fyrir að ekki sé enn mikið verið að ráða til flugfélaganna.

Fram kemur að tugþúsundir flugmanna, flugvirkja og flugfreyja eigi eftir að ná starfslokaaldri næsta áratuginn og sé því nauðsynlegt að hugsa til framtíðar þrátt fyrir ástandið í dag.  fréttir af handahófi

Engar A340 lengur í flota Iberia

24. ágúst 2020

|

Engar fjögurra hreyfla breiðþotur eru nú lengur í flota Iberia en flugfélagið spænska hætti með þá síðustu sem tekin var úr umferð á dögunum.

Eins árs fangelsi fyrir að ljúga til um orsök flugslyss

14. september 2020

|

Bandarískur flugmaður frá Alaska var í seinustu viku dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa logið að rannsóknaraðilum vegna flugslyss sem átti sér stað árið 2014 auk þess sem hann var fundinn sekur

Brandenburg-flugvöllur komin með rekstrarleyfi

3. október 2020

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi hafa gefið nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín leyfi til að hefja starfsemi sína auk þess sem flugvöllurinn hefur fengið vottun til rekstur flugvallar fyrir áætlunarfl

  Nýjustu flugfréttirnar

Tilboð í Jet Airways samþykkt

20. október 2020

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur loksins fundið kaupanda sem er tilbúinn að fjárfesta í eignum félagsins en eitt og hálft ár er liðið frá því að Jet Airways hætti flugrekstri.

Icelandair mun fljúga til 32 áfangastaða sumarið 2021

20. október 2020

|

Icelandair hefur birt flugáætlun sína fyrir sumar 2021 og kemur þar fram að félagið stefni á að fljúga til 32 áfangastaða í leiðarkerfi sínu til Evrópu og Norður-Ameríku.

Stærsti fjartengdi flugturn heims tekin í notkun í Noregi

20. október 2020

|

Norska flugumferðarstjórnin og flugvallarfyrirtækið Avinor hefur tekið í notkun stærstu flugstjórnarmiðstöð heims þar sem flugumferð á öðrum flugvöllum er stjórnað með fjarbúnaði.

Norwegian ætlar ekki að fljúga 737 MAX fyrr en næsta sumar

20. október 2020

|

Þrátt fyrir að flugfélög ætli sér að hefja áætlunarflug að nýju með Boeing 737 MAX þoturnar á næstunni eftir að vélarnar fá leyfi til þess að fljúga aftur með farþega þá ætlar Norwegian að sitja hjá

Gera ráð fyrir helmingi minni umsvifum árið 2021

20. október 2020

|

Kínverska flugfélagið Cathay Pacific gerir ráð fyrir að félagið muni draga sætaframboð sitt saman um helming á næsta ári samanborið við upphaflega flugáætlun fyrir tíma COVID-19 þar sem ekki er séð fr

Flugvöllur fylltist af kindum

19. október 2020

|

Hundruði kinda lögðu undir sig flugvöllinn í Teheran sl. laugardag er júmbó-fraktþota, sem var að ferja kindur frá Tyrklandi til Katar, þurfti að lenda vegna bilunar í hreyfli.

Yfir 1 milljón farþega á dag í fyrsta sinn síðan í mars

19. október 2020

|

Í fyrsta sinn frá því að kórónaveirufaraldurinn hófst fór fjöldi flugfarþega á einum degi í Bandaríkjunum yfir eina milljón.

Búast ekki við að fljúga risaþotunni næstu tvö árin

19. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segist ekki eiga von á því að félagið eigi eftir að fljúga risaþotunni Airbus A380 næstu tvö árin.

Gera tilraun til þess að koma Flybe aftur í loftið

19. október 2020

|

Heimildir herma að fjársterkir aðilar og fjárfestingasjóður í Bretlandi ætli sér að gera tilraun til þess að endurvekja aftur starfsemi breska lágfargjaldarfélagsins Flybe og koma því aftur í loftið

Hóta uppsögnum ef flugmenn aka með afl frá báðum hreyflum

18. október 2020

|

Qatar Airways hefur ítrekað við flugmenn félagsins að aka flugvélum, eftir lendingu, aðeins undir afli frá einum hreyfli en ekki með afl frá báðum hreyflum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00