flugfréttir
Segjast hafa fundið staðinn þar sem MH370 er að finna
- Fara fram á að ný leit verði gerð að malasísku farþegaþotunni
Victor Iannello telur að mjög miklar líkur á því að flak malasísku farþegaþotuna sé að finna á tilteknum stað í Suður-Indlandshafi sem hópur vísindamanna hefur reiknað út
Hópur nokkurra sérfræðinga telja sig hafa fundið enn nákvæmari staðsetningu þar sem malasísku farþegaþotuna er mjög líklega að finna sem hvarf sportlaust fyrir meira en sex og hálfu ári síðan þann 7. mars árið 2014 á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.
Meðal þeirra sem eru í forsvari fyrir hópinn er Victor Iannello sem aðstoðaði áströlsk stjórnvöld við leitina að flugi MH370 á sínum tíma en hann segir að hópurinn sé sannfærður um að flak Boeing 777 þotunnar sé að finna á hafsbotni á tilteknum stað sem þeir hafa reiknað út
mjög nákvæmlega.
Victor segir að mjög miklar líkur séu á því að flak flugvélarinnar sé að finna nálægt staðsetningunni
S34°23´42 gráður suður og E93°78´75 austur sem er í Suður-Indlandshafi í um 2.100 kílómetra fjarlægð vestur af borginni Perth í Ástralíu.
Bendir hann á að staðsetningin sé sá staður þar sem hópurinn telur
að flugvélin hafi farið ofan í sjóinn og sé flakið því að finna í um 185 kílómetra radíus frá því hniti sem reiknað hefur verið út og sé staðurinn í um 30 kílómetra fjarlægð frá leitarsvæði þar sem leit hafði þegar farið fram.
Ítarlegar upplýsingar, gögn og reiknilíkön voru gerð til þess að fá niðurstöður sem benda á hvar flak vélarinnar er að finna
Fram kemur að hópurinn hafi reiknað út 2.300 mismunandi flugleiðir sem vélin gæti hafa flogið suðureftir Indlandshafinu
og við útreikninginn var notast við gögn úr ratsjá frá hernum í Malasíu, formlegar tölur er varðar eiginleika og afkastagetu
Boeing 777-200ER flugvélanna, gögn yfir afkastagetu vélarinnar sem hvarf sem bar skráninguna 9M-MRO, reiknilíkan
yfir hafstrauma og útreikninga á ferlinu sem brak, sem hefur fundist, rak til lands yfir hafið auk veðurupplýsinga.
Upphafleg skýrsla hópsins kom út í febrúar á þessu ári og hafa niðurstöður hennar verið uppfærðar nokkrum sinnum í ár með nákvæmari útreikningi.
Seinasta formlega leit að flugi MH370 tók enda í mars árið 2018 og hefur ekkert verið leitað síðan
þá og eru engin lönd með nein áform um frekari leit að flugvélinni.
Victor segir að hann ætli ekki að tala fyrir hönd annarra vísindamanna sem hann hefur starfað með við rannsóknir á hvarfi vélarinnar en hann tekur fram að sjálfur telur hann allt benda til þess að á þessum stað sé flakið af flugi MH370 að finna.
Ráðgátan á bakvið hvarf malasísku farþegaþotunnar er enn í dag óleyst
og er hvarf þotunnar ein stærsta ráðgáta flugsögunnar en Victor telur að þessar niðurstöður hópsins með þessari
staðsetningu réttlétti nýja leit að flugi MH370.
6 og hálft ár er síðan að malasíska farþegaþotan hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking
Victor Iannello er doktor í vísindum og verkfræðingur að mennt og hefur hann sérhæft sig í fræðum er varðar segulsvið jarðar,
varmaflutning auk þess sem hann hefur brakgrunn í vökvaeðlisfræði, hitafræði, rafeindafræði og hugbúnaðarfræði.
Victor er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins Radiant Physics í Virginíu í Bandaríkjunum en hann stofnaði einnig fyrirtækið Synchrony Inc.
sem hefur átt í samstarfi við bandarísku geimferðarstofnunina NASA og bandaríska varnarmálaráðuneytið.
Fljótlega eftir að malasíska farþegaþotan hvarf var Victor boðið að slást í alþjóðlegan hóp vísindamanna og verkfræðinga til þess að aðstoða við leitina að flugvélinni en frá því að flugvélin hvarf hefur Victor birt margar skýrslur og greinar varðandi hvarf vélarinnar.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.