flugfréttir

Fjölga áfangastöðum úr 100 upp í 125 fyrir næsta vor

- Qatar Airways bætir 9 áfangastöðum við fram að jólum

13. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:58

Qatar Airways stefnir á að fljúga til 125 áfangastaða fyrir vorið en í dag flýgur félagið til rétt yfir 100 áfangastaða

Qatar Airways er farið að huga að auknum umsvifum hægt og rólega þrátt fyrir heimsfaraldurinn og hefur félagið tilkynnt að sjö áfangastöðum hafi verið bætt við leiðarkerfið í nóvember og í desemeber.

Qatar Airways byrjaði í seinustu viku að fljúga aftur til Tbilisi og dag var aftur farið að fljúga til Algeirsborgar í Alsír og þá mun flug hefjast að nýju til Miami á morgun og til Varsjár á mánudag og eftir helgi verður aftur byrjað að fljúga til Kænugarðs.

Í desember munu svo bætast aftur við í leiðarkerfið Phuket í Tælandi og þá hefst einnig flug aftur til Seychelles-eyja.

Þá hefur Qatar Airways tilkynnt um tvo nýja áfangastaði sem eru Luanda í Angóla og San Francisco í Bandaríkjunum en flug til þeirra hefst einnig í desember.

„Það er okkur mikil ánægja að endurbyggja upp leiðarkerfið, halda áfram flugi til áfangastaða okkur og um leið bæta við nýjum áfangastöðum“, segir Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways.

Qatar Airways flýgur í dag um 700 áætlunarflug á viku til rétt fyrir 100 áfangastaða en félagið ætlar að fljúga til 125 áfangastaða fyrir lok vetursins.  fréttir af handahófi

Þrýstingur í bremsum féll niður er flugvél rann á aðra flugvél

12. október 2020

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi (AAIB) telur að ógætilega hafi verið staðið að því er hjólaskorður voru fjarlægðar af hjólabúnaði á Bombardier Dash 8 flugvél á flugvellinum í Aberdeen í Skotland

Íhuga að hefja aftur flug til Noregs vegna eftirspurnar

16. nóvember 2020

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways íhugar nú að hefja aftur flug til Noregs vegna aukinnar eftirspurnar eftir flugsamgöngum á milli Færeyja og Noregs.

Kynningarflug til að efla traust fólks á 737 MAX

25. október 2020

|

American Airlines stefnir á að fljúga sérstakar kynningarflugferðir með Boeing 737 MAX þotunum í nóvember til þess að efla traust almennings á þotunni áður en hún byrjar að fljúga aftur áætlunarflug

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00