flugfréttir

Rangar hraðaupplýsingar vegna lirfa í stemmuröri

- Airbus A321 þota frá Wizz Air þurfti tvisvar að hætta við flugtak

13. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:32

Verið var að ferja þotuna frá Sheffield til London Stansted þann 16. júní í sumar þegar tvisvar þurfti að hætta við flugtakið

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá Wizz Air þurfti tvisvar að hætta við flugtak á flugvellinum í Doncaster Sheffield á Englandi eftir að misvísandi upplýsingar um hraða vélarinnar gerðu vart við sig í flugtaki.

Atvikið átti sér þann 16. júní sl. og var um að ræða þotu sem verið var að ferjufljúga til London Stansted eftir að hafa verið í geymslu vegna kórónaveirufaraldursins.

Þotan, sem ber skráninguna G-WUKJ, hafði verið flogið í geymslu þann 25. mars til Sheffield þar sem hún var geymd í 12 vikur þar til að ferðatakmörkunum var aflétt eftir fyrri bylgju faraldursins og stóð til að þotan myndi hefja farþegaflug daginn eftir frá London Stansted.

Bresk flugmálayfirvöld birtu í vikunni skýrslu varðandi atvikið þar sem fram kemur að flugvélinni hafi verið haldið við í geymslu með þeim hætti að hún gæti flogið með skömmum fyrirvara en slíkt fyrirkomulag nefndist „flight-ready“ geymsluástand.

Fram kemur að allt viðhald vélarinnar hafi verið samkvæmt reglugerðum og skömmu áður en ferja átti þotuna til London Standsted fór flugvirki yfir kerfi vélarinnar og uppfærði fluggagnakerfi hennar viku fyrir brottför og tveimur dögum síðar fór annar hópur flugvirkja yfir vélina og gerðu hana klára.

Tveir flugmenn voru um borð í þotunni en er hún var byrjuð að hefja flugtaksbrun tók flugstjórinn eftir því að hraðarönd á skjá sem nefnist Primary Flight Display (PFD) sýndi upplýsingar um að vélin væri komin á mun meiri hraða en eðlilegt þótti líkt og hún var komin í loftið þrátt fyrir að vélin var nýbyrjuð í flugtaksbruninu.

Airbus-þotur í geymslu í sumar á flugvelli í Bretlandi

Flugstjórin athugaði upplýsingarnar á sama skjá hjá flugmanninum hægra megin og ákvað því næst að hætta við flugtakið á 120 hnúta hraða, rétt fyrir V1 hraða.

Flugvirkjar skoðuðu þotuna og framkvæmdu nokkrar prófanir áður en þeir gáfu grænt ljós á að flugmennirnir gætu haldið áfram för sinni og gert aðra tilraun til flugtaks.

Fimm tímum síðar stóð til að gera aðra tilraun til brottfarar en aftur þurfti að hætta við flugtakið þar sem upplýsingar um flughraða voru óáreiðanlegar. Þotan var færð til ítarlegri skoðunnar og ákváðu flugvirkjar meðal annars að skola og hreinsa áfallsþrýstingsrörin („pitot tube“) sem eru lítil rör sem skynja þrýsting á loftflæði og senda þær upplýsingar sem birtast á skjá hjá flugmönnunum sem flughraði.

Við þá hreinsun komu í ljós þrjár litlar lirfur inni í rörunum sem voru síðan fjarlægðar en í skýrslunni kom fram að ekki var ákveðið að senda lirfurnar til náttúrufræðings til að athuga hvaða tegund af skorrdýri var um að ræða.

Í skýrslunni segir að hlífar hefðu verið settar utan um rörin eins og vanalega er gert þegar flugvél er geymd eða hefur viðdvöl yfir nóttu á flugvelli en tekið er fram að hlífarnar séu ekki þéttingsfast utan um rörir sem gert er til að ekki komið upp þrýstingsmisræmi sem getu sett af stað villu í búnaðinum.  fréttir af handahófi

Atvinnuflugnám fjölmennasta námsgreinin hjá Keili

22. október 2020

|

Langflestir þeir nemendur sem sækja nám hjá Keili leggja stund á atvinnuflugmannsnám en starfsfólk hjá mennta- og þjónustusviði Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur hjá skólanum.

Óttast hópamyndun þegar síðasta júmbó-þota KLM lendir

22. október 2020

|

Bæjarráðið í Haarlemmermeer í Hollandi hefur ráðlagt flugáhugafólki að safnast ekki saman við Schiphol-flugvöllinn til þess að sjá síðustu júmbó-þotulendingu hollenska flugfélagsins KLM Royal Dutch A

Brandenburg-flugvöllur komin með rekstrarleyfi

3. október 2020

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi hafa gefið nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín leyfi til að hefja starfsemi sína auk þess sem flugvöllurinn hefur fengið vottun til rekstur flugvallar fyrir áætlunarfl

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00