flugfréttir

Vonir um endurreisn Flybe fara dvínandi

- Urðu ekki fyrir valinu í útboði á flugrekstri fyrir Aer Lingus

15. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:10

DeHavilland Dash 8 Q400 flugvélar frá Flybe

Vonir um að hægt verði að endurreisa Flybe og koma hinu gjaldþrota flugfélagið aftur á fót hafa farið dvínandi eftir að félagið var ekki valið í útboði á flugrekstri á einstaka flugleiðum á Írlandi fyrir hönd Aer Lingus.

Nýtt flugfélag, sem nefnist Emerald Airlines, var valið til þess að annast flugrekstur Aer Lingus en Flybe var eitt af mörgum flugfélögum sem sóttu um að fá að fljúga innanlandsflug á Írlandi en meðal annarra flugfélag sem sóttu einnig um voru Loganair og Stobart Air.

Stobart Air hefur sinnt flugrekstri fyrir Aer Lingus sl. áratuginn og vonaðist félagið til þess að verða valið til þess að minnsta kosti næstu 10 árin en félagið varð hinsvegar ekki fyrir valinu.

Flybe var eitt af þeim fyrstu flugfélögum sem urðu gjaldþrota eftir að kórónaveirufaraldurinn kom upp og hætti félagið rekstri þann 5. mars í vor.

Hópur fjárfesta hefur nú keypt allar eignir úr þrotabúi Flybe og er hugmyndin að endurreisa flugfélagið í smærri mynd en Flybe var eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag Bretlands sem flaug 119 flugleiðir til 56 áfangastaða og hafði félagið 63 flugvélar í flota sínum.  fréttir af handahófi

Hvetja fólk til þess að taka lestar í stað þess að fljúga

23. nóvember 2020

|

Innviðaráðuneyti Hollands hefur kynnt herferð og niðurstöður úr rannsókn sem er ætlað að hvetja almenning til þess að taka lestir frekar en flug er kemur að samgöngum á styttri vegalengdum innan Evróp

Flugfarþegar sjöfalt fleiri á Indlandi miðað við í vor

8. nóvember 2020

|

Innanlandsflugið á Indlandi hefur náð töluverðum bata frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst í vor og hefur fjöldi flugfarþega í dag náð meira en helmingnum af þeim fjölda sem flugu í innanlandsflug

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00