flugfréttir

Ernir kveður Vestfirði og Norlandair tekur við

- Fljúga fyrstu flugferðirnar í dag til Bíldudals og Gjögurs með King Air B200

16. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:02

TF-NLB, King Air flugvél Norlandair á Flightradar24.com í hádeginu í dag á leiðinni til Reykjavíkur eftir fyrsta flugið til Bíldudals

Norlandair flaug í morgun sitt fyrsta flug til Bíldudals og tók þar með formlega við keflinu af flugfélaginu Erni sem hefur flogið um árabil frá Reykjavík til Vestfjarða bæði til Bíldudals og Gjögurs.

Fyrsta áætlunflug Norlandair frá Reykjavík til Bíldudals fór í loftið kl. 9:33 í morgun og notar félagið flugvél af gerðinni Beechcraft Super King Air B200 en flugfélagið Ernir hefur flogið til Gjögurs með Jetstream 32 flugvélum og til Bíldudals bæði með Jetstream og Dornier-vél.

Þá mun Norlandair fljúga sitt fyrsta flug til Gjögurs eftir hádegi en það flug er áætlað klukkan 13:00.

Niðurstaða útboðsins hjá Ríkiskaupum á innanlandsfluginu til Bíldudals og Gjögurs fyrir Vegagerðina hefur verið mikið hitamál að undanförnu og töluverðar ósættir hafa verið með að Flugfélagið Ernir hafi ekki fengið að sinna þessum áfangastöðum áfram.

Norlandair með flesta áfangastaði í innanlandsflugi

Áfangastöðum hjá Ernir hefur frá og með deginum í dag fækkað úr fimm niður í tvo og flýgur félagið því í dag einungis til Húsavíkur og til Hafnar í Hornafirði en á sama tíma fjölgar áfangastöðum Norlandair úr fjórum upp í sex áfangastaði og þar af einn í millilandaflugi.

King Air B200 skrúfuþota Norlandair á flugvellinum í Grímsey

Vestfirðingar eru sagðir afar ósáttir með að missa heimaflugfélagið sem hefur sinnt Vestfjörðum í hálfa öld eða allt frá stofnun Ernis á Ísafirði árið 1970 en félagið flaug nánast til hvers einasta þorps í öðrum hvorum firði á Vestfjarðarkjálkanum á þeim árum sem samgöngur með fólksbíl voru ýmist ekki í boði eða mjög erfiðar.

Reglubundnu áætlunarflugi hjá Erni til Vestmannaeyja leið undir lok í haust og mun Air Iceland Connect taka við fluginu til Eyja en það flug mun þó ekki hefjast fyrr en í apríl næsta vor og er því ekkert flugfélag í dag sem flýgur til Vestmannaeyja.

Tvisvar hefur niðurstaða útboðsins á fluginu til Gjögurs og Bíldudals verið kærð til kærunefndar útboðsmála en eftir fyrri kæruna afturkallaði Vegagerðin niðurstöður sína en Norlandair varð aftur fyrir valinu og var sú niðurstaða einnig kærð og segir í fréttum vefmiðilsins Bæjarins Besta að málið hafi verið sent til samgöngunefndar Alþingis.

Flugfélagið Ernir flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug til Bíldudals

Vegagerðin gaf frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kemur að Norlandair uppfylli öll þau skilyrði sem sett voru í útboðsgögnum þar sem félagið hefur yfir að ráða flugvél með jafnþrýstibúnaði sem tekur 9 manns yfir vetrartímann en í gögnum kemur fram að yfir sumartímann þurfi flugvél sem tekur 15 manns.

Þá segir að á vefsíðu Vegagerðarinnar að samkvæmt upplýsingum frá Norlandair ehf. þá hyggst flugfélagið í framhaldinu aðlaga flugáætlun sína að þörfum íbúa og fyrirtækja fyrir vestan og taka tillit til birtuskilyrða á flugvellinum á Bíldudal.

Í dag hefur áfangastöðum Norlandair hinsvegar fjölgað úr fjórum upp í sex áfangastaði en félagið, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Akureyrarflugvelli, flýgur einnig til Þórshafnar á Langanesi, til Vopnafjarðar, til Grímseyjar og þá flýgur félagið reglubundið áætlunarflug til Constable Point (Nerlerit Inaat) á Grænlandi.

á Fésbókarsíðu hjá Flugfélaginu Ernir þakkar félagið viðskiptavinum sínum fyrir samstarfið sl. 13 ár í fluginu til Bíldudals og Gjögurs og kveður Ernir þar með þessa flugvelli tvo með trega og söknuði.

Við hjá Flugfélaginu Erni viljum þakka öllum samstarfsfélögum og viðskiptavinum fyrir samstarfið síðustu þrettán...

Posted by Flugfélagið Ernir / Eagle Air on Sunnudagur, 15. nóvember 2020  fréttir af handahófi

IATA: Flugiðnaðurinn ennþá að mestu leyti lamaður

2. september 2020

|

Þrátt fyrir að flugferðum hafi farið fjölgandi í sumar og eftirspurn eftir flugi hafi aukist í júlí í heiminum að einhverju leyti þá segja Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) að flugiðnaðurinn sé samt

Gert að greiða íbúum bætur vegna hávaða frá flugvélum

29. október 2020

|

Dómstóll í Belgíu hefur skipað belgíska ríkinu til þess að greiða yfir 300 íbúum bæjarins Oostrand fleiri milljónir evra í skaðabætur vegna hávaða frá flugvélum í lendingu sem íbúarnir segjast hafa þ

Ryanair lokar starfsstöð sinni í Dusseldorf

13. september 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að loka starfsstöðvum sínum á flugvellinum í Dusseldorf í Þýskalandi þar sem að eigandi flugvallarins neitar að lækka lendingar- og þjónustugjöld félagsins á vellinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00