flugfréttir

Wizz Air fjölgar flugleiðum í innanlandsfluginu í Noregi

- Hefja flug frá Osló til Narvik og Stavanger

17. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:25

Airbus A320 þota frá Wizz Air í aðflugi að flugvellinum í Bergen

Wizz Air hefur tilkynnt um tvær nýjar flugleiðir sem til stendur að fljúga í innanlandsfluginu í Noregi fyrir lok ársins.

Þann 15. desember ætlar félagið að hefja flug á milli Gardermoen-flugvallarins í Osló Harstad/Narvik og þann 17. desember hefst flug á milli Osló og Stavanger.

Með þessu mun Wizz Air því fljúga tólf flugleiðir innanlands í Noregi fyrir jólin en í dag flýgur Wizz Air nú þegar frá Osló til Bergen, Tromsø og til Þrándheims.

Þá mun félagið næstu daga hefja flug frá Þrándheimi til Bodø, Stavanger og Tromsø og frá Osló til Ålesund og til Bodø.

Tólf dagar eru síðan að Wizz Air hóf að fljúga innanlandsflug í Noregi þann 5. nóvember sl. með áætlunarflugi frá Osló til Bergen, Þrándheims og til Tromsö.

Helstu samkeppnisaðilar Wizz Air í innanlandsfluginu í Noegi eru Widerøe, SAS og Norwegian.  fréttir af handahófi

Ótímabært að flugfélögin greiði fyrir þriðju flugbrautina

8. september 2020

|

Sögusagnir eru uppi um að stjórn Heathrow-flugvallarins sé að undirbúa sig fyrir það að láta þau flugfélög, sem fljúga á Heathrow, borga brúsann vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun flugvallarins

Ryanair dregur enn frekar úr umsvifum sínum í vetur

15. október 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að draga enn meira úr fyrirhuguðum umsvifum sínum í vetur en félagið hefur birt endurgerða flugáætlun fyrir veturinn.

DA20 fer aftur í framleiðslu

24. september 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft hefur tilkynnt um að framleiðsla hefur hafist á ný á Diamond DA20-C1 flugvélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00