flugfréttir

IATA: Ferðatakmarkanir gætu hamlað dreifingu bóluefna

- 45 prósent af flugfrakt fer með farþegaflugi sem liggur í dvala í dag

18. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:14

Tvö bandarísk fyrirtæki hafa tilkynnt að þau séu að verða tilbúin með bóluefni við COVID-19 sem þykja bera mjög góðan árangur

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað við því að þær ferðatakmarkanir sem eru í gangi núna í mörgum löndum gætu hamlað því að hægt verði að dreifa með auðveldum hætt þeim bóluefnum við COVID-19 sem tilkynnt hefur verið að lofi góðum árangri og verði tilbúin til dreifingar á næstunni.

IATA hvetur ríkisstjórnir til þess að finna aðrar leiðir og innleiða aðrar aðferðir í stað sóttkvía svo hægt sé að auðvelda flugfélögum að fljúga með bóluefni til þeirra ríkja sem til stendur að dreifa þeim til þegar að því kemur.

„Að dreifa fleiri milljörðum skömmtum af bóluefni sem þarf að vera geymt við mikið frost og rétt hitastig verður mjög krefjandi verkefni. Því þarf að vera búið að koma upp t.d. skimunarstöðvum á flugvöllum svo hægt sé að opna landamæri án þess að krafa sé um sóttkví og þarf það ferli að vera komið í gagnið áður en bóluefnið er tilbúið til dreifingar“, segir Alexandre de Juniac, formaður IATA.

Alexandre segir að erfitt verði að dreifa bóluefninu til allra landa með núverandi fyrirkomulagi þar sem 45% af allri flugfrakt er um borð í farþegaflugvélum og stór hluti farþegaflugs er ennþá í dvala vegna ferðatakmarkanna.

Þann 16. nóvember sl. tilkynnti bandaríska fyrirtækið Moderna um nýtt bóluefni sem hefur 94.5% virkni samkvæmt prófunum og kom sú tilkynning aðeins viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um bóluefni sem hefur 90 prósenta virkni.  fréttir af handahófi

Dash-8-400 þær fyrstu til að uppfylla kröfur ICAO um hávaða

2. september 2020

|

Flugvélafyrirtækið De Havilland Aircraft í Kanada tilkynnt í gær að Dash-8 400 flugvélarnar hafi fengið útgefna sérstaka vottun og uppfylla héðan í frá nýjar kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICA

Mjög mikilvægt að koma flugsamgöngum í lag aftur

20. nóvember 2020

|

Mjög mikilvægt er að lönd afnemi ferðatakmarkanir til að flugsamgöngur komist aftur í eðlilegt horf sem fyrst.

Hafa afhent 1.500 Airbus A330 þotur frá upphafi

16. október 2020

|

Airbus afhenti á dögunum eittþúsund og fimmhundruðustu Airbus A330 breiðþotuna en sú þota var afhent til bandaríska flugfélagsins Delta Air Lines og er af gerðinni Airbus A330neo.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00