flugfréttir

Norwegian sækir um gjaldþrotavernd á Írlandi

19. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:34

Boeing 737-800 þota Norwegian á Gardermoen-flugvellinum í Osló í Noregi

Þar sem að norska ríkisstjórnin hefur neitað flugfélaginu Norwegian um frekari fjárhagsaðstoð þá hefur félagið óskað eftir gjaldþrotavernd til írsku ríkisstjórnarinnar fyrir dótturfélögin Norwegian Air International, sem er með skráð flugrekstarleyfi á Írlandi, og dótturfyrirtækið Arctic Aviation Assets.

Arctic Aviation Assets er í eigu Norwegian og sér það fyrirtæki um rekstur flugflota félagsins auk þess sem félagið leigir út Airbus-þotur sem eru í eigu Norwegian til annarra flugfélaga.

Með þessu vonast Norwegian til að fá vernd frá lánadrottnum á meðan á endurskipulagningu flugfélagsins stendur yfir auk þess að minni útgjöld gætu dregið úr núverandi skuldum félagsins.

Þá er gjaldþrotaverndinni ætlað að vernda eignir Norwegian á meðan verið er að leita leiða til að auka rekstrarfé Norwegian og er talið að þetta ferli muni taka um fimm mánuði.

„Við höfum ákveðið að sækja um gjaldþrotavernd samkvæmt írskum lögum til þess að tryggja framtíð Norwegian og huga að hag starfsfólks, viðskiptavina okkar og fjárfestum og vonumst við til þess að við komumst í gegnum þessa erfiðleika sem öflugra flugfélag“, segir Jacob Schram, framkvæmdarstjóri Norwegian.

Schram segir að Norwegian sé að finna lausnir á fjárhagsvanda félagsins ásamt fjárfestum til þess að tryggja eins mörg störf og hægt er. Í augnablikinu er Norwegian aðeins að fljúga sex þotum og mun félagið fljúga í vetur aðeins innanlandsflug í Noregi.  fréttir af handahófi

Íhuga að loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi

15. september 2020

|

Sænska flugvallarfyrirtækið Swedavia hefur lýst því yfir að það vilji láta loka Bromma-flugvellinum í Stokkhólmi sökum þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn sem rekja má til kórónaveirufaraldu

Um 1.300 flugvélum verður skilað til eigenda sinna

22. september 2020

|

Talið er að flugfélögin eigi eftir að skila yfir 1.000 flugvélum til flugvélaleigufyrirtækja á næstu mánuðum og fram til ársins 2021.

Boeing 727 rann út af braut í Venezúela

22. október 2020

|

Fraktþota af gerðinni Boeing 727 rann út af braut á flugvellinum í borginni Valencia í Venezúela sl. þriðjudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00