flugfréttir

Staðráðnir í að hefja flug um Heathrow þrátt fyrir höfnun

19. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:03

Farþegaþotur easyJet á Tegel-flugvellinum í Berlín

Breska lágfargjaldafélagið easyJet er staðráðið í að geta hafið áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London þrátt fyrir að umsókn félagsins um 14 daglegar brottfarir og komur um Heathrow hafi nýlega verið hafnað.

EasyJet hefur í nokkur ár verið með stór áform um að hefja áætlunarflug um Heathrow þegar þriðja flugbrautin verður að veruleika á flugvellinum en þar sem einhver bið gæti orðið á því þá vonast easyJet eftir að geta fengið pláss á Heathrow þar sem landslagið í flugiðnaðinum hefur breyst vegna heimsfaraldursins.

Heathrow-flugvöllurinn sjálfur sér ekki um að ákveða hvaða flugfélög fá að fljúga um flugvöllinn heldur fyrirtæki sem nefnist Airport Coordination Ltd. sem annast úthlutun á því hvaða flugfélög fá pláss á flugvellinum.

EasyJet hefur sótt um leyfi fyrir 98 vikulegum plássum fyrir sumarið 2021 sem samsvarar fjórtán daglegum brottförum og komum en aðeins Loganair hefur farið fram á fleiri pláss eða alls 138 plássum á viku.

Fæst lágfargjaldaflugfélög hafa flogið til Heathrow þar sem flugvöllurinn hefur verið einn sá annasamasti í Evrópu og erfitt að ná viðsnúningstíma upp á 25 mínútur á svo stórum flugvelli sem flest lágfargjaldaflugfélög miða við í rekstri sínum.

EasyJet hafði séð fyrir sér að vera með 30 þotur staðsettar á Heathrow-flugvellinum og fljúga þaðan til áfangastaða á borð við Aberdeen, Edinborg, Glasgow, Inverness og Newcastle en félagið hefur í dag mestu umsvifin í London á Gatwick-flugvellinum.  fréttir af handahófi

Talið að flugið á Indlandi nái fullum bata um áramót

17. nóvember 2020

|

Flugmálaráðherra Indlands telur að flugiðnaðurinn á Indlandi eigi eftir að ná fullum bata eftir kórónaveirufaraldurinn fyrir lok ársins eða í janúar.

Boeing 787 verður eingöngu framleidd í Suður-Karólínu

1. október 2020

|

Boeing tilkynnti í dag um að framleiðslu á Dreamliner-þotunni, Boeing 787, verður hætt í Everett og verður hún því eingöngu smíðuð í verksmiðjunum í North Charleston í Suður-Karólínu.

Dísel-útgáfa af Tecnam P2010 fær vottun frá EASA

25. október 2020

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið sérstaka vottun frá samgönguöryggisnefnd Evrópu (EASA) fyrir dísel-útgáfu af Tecnam P2010 flugvélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00