flugfréttir

Kynna hraðstefnumót í útsýnisflugi út í buskann

- Nýjasta útspil EVA Air á tímum heimsfaraldursins

19. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:32

EVA Air hefur skipulagt þrjú hraðstefnumótaflug um jólin og áramótin

Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sum flugfélög leitað ýmissa leiða til þess að auka tekjur sínar á meðan farþegaflug er í lágmarki. Sum flugfélög hafa boðið upp á útsýnisflug fyrir þá sem hafa saknað þess að fljúga á meðan önnur hafa boðið fólki upp á að snæða flugvélamat um borð í flugvél á jörðu niðri.

Taívanska flugfélagið EVA Air hefur komið upp með nýja hugmynd sem er hraðstefnumót í háloftunum um borð í útsýnisflugi þar sem 20 karlmönnum og 20 konum verður boðið að kaupa farmiða fyrir þriggja tíma flug í kringum Taívan eða eyjuna Formósu.

EVA Air hefur hafið samstarf við ferðafyrirtækið Mobius og er stefnt á þrjú stefnumótaflug, eitt á Jóladag, eitt á gamlársdag og það þriðja á Nýársdag og brottför verður frá Taoyuan-flugvellinum í Taipei, höfuðborg landsins.

Konurnar tuttugu og mennirnir tuttugu munu ekki fá að velja sér sæti heldur verður þeim úthlutað sætum af handahófi en fá að breyta um sæti síðar þegar líður á flugið og eiga hraðstefnumót við fleiri einstaklinga af gagnstæðu kyni.

Farþegarnir fá ekki að velja sæti og verður þeim úthlutað sætum af handahófi

„Vegna Covid-19 þá hefur EVA Air skipulagt öðruvísi ferðareynslu til að uppfylla flugþrá meðal þess fólks sem saknar þess að fljúga. Þegar einhleypir karlar og einhleypar konur eru á faraldsfæti þá er oft sem þau eru til í að kynnast einhverjum í ferðinni og upplifa atriði sem maður þekkir úr kvikmyndunum“, segir Chiang Tsung-Wei, talsmaður fyrirtækisins You and Me sem annast hraðstefnumót fyrir fyrirtækið Mobius.

Uppselt var í fyrsta stefnumótaflugið á innan við viku hjá EVA Air en flugmiðinn kostar um 40.000 krónur á mann.  fréttir af handahófi

Yfir 190 flugvellir í Evrópu í hættu á að verða gjaldþrota

28. október 2020

|

Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

Spáir því að mörg flugfélög verði gjaldþrota á næstunni

11. október 2020

|

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, spáir því að mörg flugfélög eigi eftir að verða gjaldþrota á næstunni þar sem að kórónaveirufaraldurinn er virkilega farinn að reyna á úthaldið hjá fl

Ryanair lokar starfsstöð sinni í Dusseldorf

13. september 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að loka starfsstöðvum sínum á flugvellinum í Dusseldorf í Þýskalandi þar sem að eigandi flugvallarins neitar að lækka lendingar- og þjónustugjöld félagsins á vellinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00