flugfréttir
Qatar Airways með flestar A350 þoturnar

Ein af Airbus A350 þotum Qatar Airways
Qatar Airways er í dag orðið það flugfélag sem hefur flestar Airbus A350 breiðþotur í sínum flota af öllum flugfélögum.
Qatar Airways endaði árið með því að fá enn eina A350 þotu afhenta frá Airbus og hefur félagið í dag 53 þotur af þessari gerð.
34 þotur í flota félagsins eru af gerðinni Airbus A350-900 og 19 eru af gerðinni Airbus A350-1000.
Það flugfélag sem hefur næststærsta A350 flota er Singapore Airlines með 48 þotur í rekstri og þá er Cathay Pacific í 3. sæti með 34 þotur í flota sínum.


9. desember 2020
|
Bókin Martröð í Mykinesi – Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, er komin út en höfundar bókarinnar eru þeir Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson.

7. desember 2020
|
Hætt hefur verið við flugsýningina Paris Air Show sem átti að fara fram næsta sumar vegna heimsfaraldursins.

17. nóvember 2020
|
Flugmálaráðherra Indlands telur að flugiðnaðurinn á Indlandi eigi eftir að ná fullum bata eftir kórónaveirufaraldurinn fyrir lok ársins eða í janúar.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.