flugfréttir

Deilur milli Qatar Airways og fjögurra landa senn á enda

- Hafa ekki fengið að fljúga um lofthelgi nálægt Doha síðan árið 2017

5. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 10:42

Flugfloti Qatar Airways á flugvellinum í Doha

Svo gæti farið að stjórnvöld í þremur löndum á Arabíuskaganum ætli loksins að leyfa Qatar Airways að fljúga í gegnum lofthelgi landanna á ný en löndin hafa í þrjú ár meinað Qatar Airways aðgengi að lofthelgi landanna.

Þetta hefur orðið til þess að flugvélar Qatar Airways hafa þurft að taka á sig krókaleið til þess að komast til og frá borginni Doha þar sem félagið hefur höfuðstöðvar en málið hófst með pólitískum deilum árið 2017 er stjórnvöld í Sádí-Arabíu, Bahrain, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og í Eygptalandi ákváðu að banna Qatar Airways að fljúga í gegnum lofthelgi þessara landa þar sem löndin töldu að Qatar Airways væri orðið komið í of náið samstarf við Íran og væri óbeint að styðja við hryðjuverkastarfsemi í landinu.

Talsmaður innan bandarísku ríkisstjórnarinnar segir að á morgun verði nýr sáttmáli undirritaður er kemur að samstarfi við ríki fyrir botni Persaflóa sem mun að öllum líkindum binda endi á það bann sem hefur verið í gildi á hendur Qatar Airways er kemur að flugumferð um löndin fjögur.

Qatar Airways hafði í sumar meðal annars farið með málið til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) á þeim forsendum að með þessu væru löndin að brjóta Chicago-sáttmálann sem undirritaður var árið 1944 þar sem fram kemur að öll aðildarlönd eigi að tryggja óhefta og greiða flugumferð gegnum sína lofthelgi.  fréttir af handahófi

Mynda krísustjórn til að rétta við rekstur Surinam Airways

2. nóvember 2020

|

Ríkisstjórnin í Súrínam í Suður-Ameríku ætlar að stofna sérstaka krísustjórn til þess að grípa í taumana á flugfélaginu Surinam Aiways þar sem algjört stjórnleysi ríkir innan félagsins.

Vilja kaupa þær MAX þotur sem flugfélög hafa hætt við

11. nóvember 2020

|

Southwest Airlines á nú í viðræðum við Boeing um kaup á fleiri Boeing 737 MAX þotum.

Vottunarferli vegna Boeing 737 MAX á lokasprettinum

10. nóvember 2020

|

Steve Dickson, yfirmaður hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA), segir að á næstu dögum sé von á að niðurstöður verði birtar varðandi endurútgáfu á lofthæfni Boeing 737 MAX þotunnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00