flugfréttir
Styrkja minni flugvelli sem ætlaðir eru fyrir einkaflug

Simsbury-flugvöllurinn í Connecticut í Bandaríkjunum
Ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar að verja 5.7 milljörðum króna í styrki til minni flugvalla í Bandaríkjunum sem eru eingöngu ætlaðir einkaflugi og almannaflugi.
Upphæðin er hluti af 2 milljarða dala fjárhagsaðstoðar til flugvalla vestanhafs vegna kórónuveirufaraldursins sem
er innifalin inn í 15 milljarða dala styrk til fyrirtækja í fluginu sem samþykktur var af stjórnvöldum vestanhafs milli jóla og nýárs.
Selena Shilad, yfirmaður samtakanna Alliance for Aviation Across America, segir að þessi fjárveiting
eigi eftir styðja verulega við bakið á smærri fyrirtækjum í almannafluginu og minni flugsamfélög
í Bandaríkjunum sem hafa orðið illa úti vegna heimsfaraldursins.
Í tilkynningu segir að einkaflugið sé mikilvægt fyrir ýmiss fyrirtæki og efnahag margra samfélaga er
kemur flutningum á bæði varningi og fólki milli staða og sérstaklega á svæðum
þar sem samgöngur á landi eru erfiðar.
Fram kemur að 85% af fyrirtækjum sem tengjast einkafluginu séu lítil fyrirtæki sem dreifast á yfir 5.000 litla flugvelli og eru þeir flugvellir bráðnauðsynlegir fyrir nærliggjandi samfélög er kemur að starfsemi á borð við björgunarstarf, brunavörnum, neyðaraðstoð, flutningi á lyfjum og læknagögnum, viðhaldi á mannvirkjum í orkuiðnaði auk fjölda annara þátta.


26. nóvember 2020
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

3. desember 2020
|
Ryanair undirritaði í dag samning við Boeing um pöntun á 75 farþegaþotum til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.