flugfréttir

Boeing 737 fraktþota rann út af braut eftir lendingu í Keflavík

6. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:46

Fraktflugvélin eftir lendingu í morgun á Keflavíkurflugvelli / Ljósmynd: Víkurfréttir (Hilmar Bragi)

Fraktflugvél frá Bluebird Nordic rann út af flugbraut í morgun eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli þegar flugvélin var að yfirgefa brautina.

Þotan, sem er af gerðinni Boeing 737-400F, var að lenda á braut 29 í Keflavik eftir fraktflug frá East Midlands-flugvellinum á Englandi rétt fyrir klukkan 8 í morgun en flugvélin fór út af þegar hún var að beygja inn á akbraut („taxiway“) B1.

Nefhjól vélarinnar sökk ofan í jarðveginn fyrir utan brautina auk þess sem annað aðalhjólastellið endaði einnig utan yfirlagsins í mjúklendi.

Ekki er vitað um hversu mikið tjón er á flugvélinni en tveir flugmenn voru þeir einu sem voru um borð í vélinni og sakaði þá ekki.

Flugvélin, sem ber skráninguna TF-BBJ og er af gerðinni Boeing 737-476(SF), er 29 ára gömul, smíðuð árið 1991, og var hún upphaflega afhent til Australian Airlines í febrúar árið 1991 en tveimur árum síðar fór hún til ástralska flugfélagsins Qantas þar sem hún var í rekstri í 21 ár en Bluebird Cargo fékk hana í sinn flota árið 2015.

Í fréttum kemur fram að sérfræðingar frá rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hafi farið á vettvang í morgun til Keflavíkur skömmu eftir að tilkynnt var um atvikið.  fréttir af handahófi

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Air Canada hættir við 22 þotur frá Boeing og Airbus

12. nóvember 2020

|

Kanadíska flugfélagið Air Canada hefur hætt við pantanir í 22 farþegaþotur bæði frá Boeing og Airbus.

Emirates staðráðið í að nota A380 risaþoturnar áfram

18. nóvember 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, segist fullviss um að flugfélagið muni halda áfram að nota risaþotuna Airbus A380 eftir að heimsfaraldurinn er á enda og telur hann að eftirspurn eftir flugi eigi eftir

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00