flugfréttir

Boeing gert að greiða 318 milljarða í sektir og skaðabætur

- Málið vegna 737 MAX mun falla niður gegn dómsátt með hárri sekt

8. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:01

Boeing 737 MAX 7 tilraunarþota Boeing

Boeing hefur samþykkt að greiða sekt upp á 2.5 milljarða Bandaríkjadali af beiðni saksóknara til að ná dómsátt í máli er varðar rannsókn á orsök tveggja flugslysa meðal Boeing 737 MAX þotnanna.

Rannsókn á málinu hefur staðið yfir á annað ár og er niðurstaðan sú að Boeing hafi vísvitandi reynt að leyna virkni á nýjum búnaði sem komið var fyrir í Boeing 737 MAX þotunum til að komast hjá löngu vottunarferli þar sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefðu annars þurft mun meiri tíma til að ganga úr skugga um að sá búnaður stæðist öryggiskröfur.

Um er að ræða svokallað MCAS-kerfi sem hefði að öllu jöfnu þurft að gangast undir nánari prófanir en fram kemur að Boeing hafi verið mikið í mun að koma 737 MAX þotunni á markaðinn sem fyrst þar sem henni var ætlað að etja kappi við samkeppnisþotuna A320neo frá Airbus.

Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðyneyti Bandaríkjanna og frá Boeing kemur fram að upphæðin, sem nemur 318 milljörðum króna, skiptist niður í bætur upp á 63 milljarða króna til aðstandendur þeirra sem létu lífið í flugslysinum tveimur, bætur til viðskiptavina upp á 225 milljarða vegna þeirra áhrifa sem kyrrsetning flugvélanna hafði á rekstur félaganna auk sektar upp á 30 milljarða króna.

Með upphæðinni munu saksóknarar láta frekari kærumál niður falla og verður því ekki aðhafst lengur í málinu á hendur Boeing en David Burns, saksóknari í málinu, segir að Boeing hefði á sínum tíma tekið þá ákvörðun að velja hagnað fram yfir hreinskilni.  fréttir af handahófi

Lufthansa flýgur síðasta flugið frá Tegel-flugvellinum

5. nóvember 2020

|

Síðasta flugvélin sem fer um Tegel-flugvöllinn í Berlín áður en flugvellinum verður lokað mun hefja sig á loft næstkomandi laugardag.

CAE: Áframhaldandi skortur á flugmönnum eftir Covid-19

10. nóvember 2020

|

Þrátt fyrir að mjög dökkt ástand sé yfir flugiðnaðinum í dag og litla sem enga von er að fá starf sem flugmaður eins og staðan er í augnablikinu þá telur kanadíska flugþjálfunarfyrirtækið CAE að efti

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00