flugfréttir
Farþegaþotu með 62 manns um borð saknað í Indónesíu
- Hvarf af ratsjá í 10.000 fetum skömmu eftir flugtak í Jakarta
Þotan sem hvarf af ratsjá ber skráninguna PK-CLC
Leit stendur yfir að farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-500 sem hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá borginni Jakarta í Indónesíu í morgun.
Þotan, sem er frá flugfélaginu Sriwijaya Air, fór í loftið frá Jakarta klukkan 7:36 í morgun að íslenskum tíma
áleiðis til Pontianak á eyjunni Borneó í Indónesíu en um borð voru 56 farþegar og sex manna áhöfn.
Þotan, sem var í flugtaksklifri, var komin í 10.800 feta hæð og hafði fengið heimild til þess að fara upp
í fluglag FL290 þegar samband við flugvélina rofnaði auk þess sem hún hvarf af ratsjá klukkan 7:40 eða
fjórum mínútum eftir flugtak.
Samgönguráðuneyti Indónesíu hefur staðfest að samband hafi rofnað við farþegaþotu sem hvarf af
ratsjá og hefur fyrsti hópur björgunarsveita verið sendur af stað til þess að leita að flaki vélarinnar og hefur
þegar fundist brak í sjónum nálægt Lancang-eyju.
Flugferill þotunnar eftir flugtakið frá Jakarta á Flightradar24.com
Fram kemur að skömmu eftir flugtak hafi flugvélin, sem ber skráninguna PK-CLC, fengið heimild
til þess að fara upp í 29.000 fet þegar hún var í 1.700 feta hæð en flugumferðarstjórnin sem sér
um brottfarir (departure control) gaf því gaum skömmu síðar að flugvélin var ekki að fljúga þá stefnu
sem henni hafði verið gefið sem var 075° gráður sem er norðaustlæg stefna og var þotan þess í stað
að stefna til norðvesturs.
Reynt var að hafa samband við þotuna en ekkert svar barst og skömmu síðar hvarf hún af ratsjá
hjá flugumferðarstjórum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com þá kemur fram að flugvélin hafi
misst hæð sem samsvarar 10.000 fetum á innan við mínútu.
Að minnsta kosti tveir sjónarvottar telja sig hafa séð flugvélina falla til jarðar og segir einn sjómaður
í viðtali við BBC í Indónesíu að hann hafi séð eitthvað falla á miklum hraða ofan í sjóinn sem síðan
sprakk á yfirborðinu.
Björgunarlið hefur þegar fundið brak á sjónum sem á eftir að greina og staðfesta að tilheyri þotunni
Veðurupplýsingar á Soekarno-Hatta flugvellinum í Jakarta, á þeim tíma sem þotan fór í loftið, sýna
að lítilsháttar rigning hafi verið með skúraskýjum (CB) í 1.700 fetum en hálftíma áður hafði þrumuský verið
í nágrenni vallarins en vindur var þó hægur með 6 knútum á braut.
Þotan er eins og áður segir af gerðinni Boeing 737-500 og er hún 27 ára gömul. Þotan tilheyrir
svokallaðri „Classic-útgáfu“ af Boeing 737 og kom 737-500 tegundin á markað árið 1987 en 389 eintök
af þeirru þotu voru smíðuð fram til ársins 1990.
Frá blaðamannafundi sem fram fór í Pontianak skömmu eftir að flugvélin hvarf af ratsjá
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.