flugfréttir
Umsóknir streyma inn til flestra flugskóla vestanhafs
- Fjölmennari bekkir hjá mörgum flugskólum í heimsfaraldrinum

Margir flugskólar í Bandaríkjunum segja að aðsókn í flugnám hafi ekki dregist saman í heimsfaraldrinum og frekar aukist ef eitthvað er
Flest bendir til þess að töluverð aukning sé að verða í flugnám vestanhafs þrátt fyrir ástandið í flugiðnaðinum og hafa flestir flugskólar í Bandaríkjunum tilkynnt um að þeir séu að sjá fleiri umsóknir samanborið við tímann fyrir heimsfaraldurinn.
Samtök flugvélaeigenda og einkaflugmanna í Bandaríkjunum (AOPA) taka í sama streng og segja að
þeir hafi orðið varir við aukningu í aðsókn í flugnám meðal margra flugskóla.
Þrátt fyrir þessi tíðindi þá kemur fram að erfitt sé að átta sig á tölfræðinni þar sem fá gögn eru til staðar
og segir AOPA að þeir hafi ekki neinar upplýsingar um umsóknir í flugnám meðal flugskóla sem hægt er að bera saman við fyrri tímabil og þá segja
bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ekki hafa slíkar upplýsingar heldur sem hægt er að rýna í til þess að
sjá hversu mikil aukning hefur orðið á umsóknum í flugnám.
Hinsvegar nefna þeir sem þekkja til að eftirspurn eftir verklegu flugnámi sé mjög mikil og er talið að
ástæða þess sé sú að flugnemar gera flestir ráð fyrir að flugfélögin eigi eftir að byrja að ráða flugmenn
á ný um leið og flugfélögin hafa jafnað sig eftir heimsfaraldurinn.
Fjölmennasti bekkur á haustönn
„Við erum öll mjög hissa að sjá þennan hóp af fólki sem eru að koma til okkar“, segir Owain Gibbes, yfirflugkennari
við F.I.T. Aviation flugskólann í Melbourne í Flórída í Bandaríkjunum en hann tekur fram að bekkirnir í skólanum
á haustönn árið 2020 og á vorönn 2021 séu þeir stærstu sem þeir hafa haft frá upphafi.
„Við enduðum með 95 nýja nemendur síðasta haust. Þetta var einn stærsti bekkur sem við höfum séð á haustönn
í að minnsta kosti þrjú ár“, segir Gibbes.

Flestir bekkir í flugnámi hjá flugskólanum Embry-Riddle hafa verið þétt setnir í heimsfaraldrinum
Sumir flugskólar vestanhafs ákváðu að loka í nokkrar vikur og mánuði fljótlega eftir byrjun síðasta árs
þegar heimsfaraldurinn hófst en flestir þeirra opnuðu aftur um sumarið vegna aðsóknar og voru margir
flugskólar sem tilkynntu að þeir voru önnum kafnir við að taka við nýjum nemendum.
„Ég heyrði frá næstum því öllum flugskólum að það væri mun meira að gera hjá þeim heldur en fyrir
heimsfaraldurinn“, segir Chris Moser hjá AOPA, sem bætir því við að flestir flugskólanna tilkynni enn í dag
að bekkirnir séu þétt setnir.
Margir hafa misst vinnuna og ákveða þá að elta drauminn
Þá segir Moser að hann viti um marga flugnema sem hefðu misst vinnuna sína og ákváðu því að hella sér
í flugnámið eða halda áfram með flugnámið sem þeir voru þegar byrjaðir á þar sem þeir höfðu loksins
tíma til að sinna því.
Sömu sögu er að segja hjá Embry-Riddle flugskólanum í Daytona í Flórída en þar stunda í dag um 1.200
nemendur flugnám og segir Kenneth Byrnes, yfirmaður yfir verklegri flugkennslu hjá skólanum, að
allir bekkir hefðu verið fullskipaðir á haustönninni í fyrra og séu tölur yfir umsóknir á næstunni mjög góðar.

Talið er að flestir sem leggja stund á flugnám bindi vonir sína við að flugfélögin fari að ráða fljótlega um leið og heimsfaraldurinn er á enda
Byrnes segir að eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum árið 2001 varð söguleg lægð í aðsókn
í flugnám hjá Embry-Riddle flugskólanum en í þetta skipti hafi engin breyting orðið á umsóknum í flugnám.
„Við erum eiginlega ekki að sjá neina breytingu. Eftirspurnin er enn mjög mikil“, segir Byrnes.
Binda vonir við að flugfélögin fari að ráða á fullu eftir nokkur ár
Eins og áður kom fram þá er talið að margir flugnemar binda vonir við að flugfélögin fari að ráða aftur
til sín flugmenn á einhverjum tímapunkti en hvenær það verður nákvæmlega veit enginn með vissu en margir
sérfræðingar telja að flugiðnaðurinn eigi ekki eftir að ná sömu hæðum líkt og árið 2019 fyrr en árið 2024.
Á meðan geta flugnemar því notað tímann í að klára flugnámið, safna sér flugtímum og klárað öll þau
réttindi sem til þarf svo allt sé tilbúið þegar kemur að því að senda inn umsóknir þegar atvinnuauglýsingar
frá flugfélögunum fara að birtast á ný.
„Fyrir flugmann þá tekur það alveg að minnsta kosti tvö ár hvort sem er að afla sér þeirra réttinda sem til
þarf fyrir atvinnuflug og vera tilbúin með allt þegar flugfélögin byrja aftur að leita“, segir Gibbes.


1. desember 2020
|
Litháenska flugvélaleigan Avion Express ætlar að sækja um einskonar gjaldþrotavernd og fara fram á að fá skjól fyrir kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan fyrirtækið endurskipuleggur rekstur sinn vegna

27. október 2020
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

13. nóvember 2020
|
Lufthansa flaug í gær sitt fyrsta „kóvidfría“ áætlunarflug þar sem aðeins þeir farþegar, sem greinast neikvæðir við skimun fyrir kórónaveirunni, fá að fara um borð.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.