flugfréttir

Umsóknir streyma inn til flestra flugskóla vestanhafs

- Fjölmennari bekkir hjá mörgum flugskólum í heimsfaraldrinum

10. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:42

Margir flugskólar í Bandaríkjunum segja að aðsókn í flugnám hafi ekki dregist saman í heimsfaraldrinum og frekar aukist ef eitthvað er

Flest bendir til þess að töluverð aukning sé að verða í flugnám vestanhafs þrátt fyrir ástandið í flugiðnaðinum og hafa flestir flugskólar í Bandaríkjunum tilkynnt um að þeir séu að sjá fleiri umsóknir samanborið við tímann fyrir heimsfaraldurinn.

Samtök flugvélaeigenda og einkaflugmanna í Bandaríkjunum (AOPA) taka í sama streng og segja að þeir hafi orðið varir við aukningu í aðsókn í flugnám meðal margra flugskóla.

Þrátt fyrir þessi tíðindi þá kemur fram að erfitt sé að átta sig á tölfræðinni þar sem fá gögn eru til staðar og segir AOPA að þeir hafi ekki neinar upplýsingar um umsóknir í flugnám meðal flugskóla sem hægt er að bera saman við fyrri tímabil og þá segja bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ekki hafa slíkar upplýsingar heldur sem hægt er að rýna í til þess að sjá hversu mikil aukning hefur orðið á umsóknum í flugnám.

Hinsvegar nefna þeir sem þekkja til að eftirspurn eftir verklegu flugnámi sé mjög mikil og er talið að ástæða þess sé sú að flugnemar gera flestir ráð fyrir að flugfélögin eigi eftir að byrja að ráða flugmenn á ný um leið og flugfélögin hafa jafnað sig eftir heimsfaraldurinn.

Fjölmennasti bekkur á haustönn

„Við erum öll mjög hissa að sjá þennan hóp af fólki sem eru að koma til okkar“, segir Owain Gibbes, yfirflugkennari við F.I.T. Aviation flugskólann í Melbourne í Flórída í Bandaríkjunum en hann tekur fram að bekkirnir í skólanum á haustönn árið 2020 og á vorönn 2021 séu þeir stærstu sem þeir hafa haft frá upphafi.

„Við enduðum með 95 nýja nemendur síðasta haust. Þetta var einn stærsti bekkur sem við höfum séð á haustönn í að minnsta kosti þrjú ár“, segir Gibbes.

Flestir bekkir í flugnámi hjá flugskólanum Embry-Riddle hafa verið þétt setnir í heimsfaraldrinum

Sumir flugskólar vestanhafs ákváðu að loka í nokkrar vikur og mánuði fljótlega eftir byrjun síðasta árs þegar heimsfaraldurinn hófst en flestir þeirra opnuðu aftur um sumarið vegna aðsóknar og voru margir flugskólar sem tilkynntu að þeir voru önnum kafnir við að taka við nýjum nemendum.

„Ég heyrði frá næstum því öllum flugskólum að það væri mun meira að gera hjá þeim heldur en fyrir heimsfaraldurinn“, segir Chris Moser hjá AOPA, sem bætir því við að flestir flugskólanna tilkynni enn í dag að bekkirnir séu þétt setnir.

Margir hafa misst vinnuna og ákveða þá að elta drauminn

Þá segir Moser að hann viti um marga flugnema sem hefðu misst vinnuna sína og ákváðu því að hella sér í flugnámið eða halda áfram með flugnámið sem þeir voru þegar byrjaðir á þar sem þeir höfðu loksins tíma til að sinna því.

Sömu sögu er að segja hjá Embry-Riddle flugskólanum í Daytona í Flórída en þar stunda í dag um 1.200 nemendur flugnám og segir Kenneth Byrnes, yfirmaður yfir verklegri flugkennslu hjá skólanum, að allir bekkir hefðu verið fullskipaðir á haustönninni í fyrra og séu tölur yfir umsóknir á næstunni mjög góðar.

Talið er að flestir sem leggja stund á flugnám bindi vonir sína við að flugfélögin fari að ráða fljótlega um leið og heimsfaraldurinn er á enda

Byrnes segir að eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum árið 2001 varð söguleg lægð í aðsókn í flugnám hjá Embry-Riddle flugskólanum en í þetta skipti hafi engin breyting orðið á umsóknum í flugnám. „Við erum eiginlega ekki að sjá neina breytingu. Eftirspurnin er enn mjög mikil“, segir Byrnes.

Binda vonir við að flugfélögin fari að ráða á fullu eftir nokkur ár

Eins og áður kom fram þá er talið að margir flugnemar binda vonir við að flugfélögin fari að ráða aftur til sín flugmenn á einhverjum tímapunkti en hvenær það verður nákvæmlega veit enginn með vissu en margir sérfræðingar telja að flugiðnaðurinn eigi ekki eftir að ná sömu hæðum líkt og árið 2019 fyrr en árið 2024.

Á meðan geta flugnemar því notað tímann í að klára flugnámið, safna sér flugtímum og klárað öll þau réttindi sem til þarf svo allt sé tilbúið þegar kemur að því að senda inn umsóknir þegar atvinnuauglýsingar frá flugfélögunum fara að birtast á ný.

„Fyrir flugmann þá tekur það alveg að minnsta kosti tvö ár hvort sem er að afla sér þeirra réttinda sem til þarf fyrir atvinnuflug og vera tilbúin með allt þegar flugfélögin byrja aftur að leita“, segir Gibbes.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga