flugfréttir
Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

Tölvugerð mynd af Aibus A330-200 P2F fraktþotunni
Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.
Pöntunin er tilkomin eftir að Gurbanguly Berdimuhamedow, forseti Turkmenistan, undirritaði beiðni
frá ríkisstjórn landsins um að taka inn tvær fraktþotur í flota félagsins sem er ætlað að mæta aukinni
eftirspurn eftir fraktflugi en ekki kemur fram hvenær til stendur að afhenda þoturnar.
Í júní í fyrra hafði ríkisstjórn Túrkmenistan áform um að festa kaup á einni Boeing 777F fraktþotu frá Boeing
en ekki er vitað hvort að þessi pöntun til Airbus hafi áhrif á þau áform.
Flugfloti Turkmenistan Airlines samanstandur eingöngu af þotum frá Boeing og hefur félagið í dag tvær Boeing 777-200LR þotur
í flotanum, þrjár Boeing 737-700 þotur, átta þotur af gerðinni Boeing 737-800 og fjórar Boeing 757 þotur.
Er kemur að fraktflugvélum þá hefur félagið átta þotur af gerðinni Ilyushin Il-76TD.


9. nóvember 2020
|
Almenningi í Mexíkó hefur verið varað við því að bóka flug með mexíkóska flugfélaginu Interjet þar sem sagt er að flugfélagið eigi gott sem engan pening lengur til þess að standa í flugrekstri.

9. nóvember 2020
|
Finnair hefur gert samkomulag við Airbus um að fresta afhendingum á þeim þremur Airbus A350-900 breiðþotum sem félagið á eftir að fá afhentar.

4. desember 2020
|
Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.